Lokafundur í fundaröð FA – Formennirnir tókust á

Fjórði og síðasti fundur í fundaröð Félags atvinnurekenda fór fram í morgun. Margt var um manninn á fundinum enda málefni eitt af stóru verkefnunum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar, þ.e. „Ísland í alþjóðaviðskiptaumhverfi og peningamál“. Formenn Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins mættu fyrir hönd sinna flokka og Árni Þór Sigurðsson fyrir hönd Vinstri grænna og Óttar Proppé fyrir hönd Bjartrar framtíðar

Lesa meira»

Sjávarútvegsmálin og fiskveiðistjórnun

Þriðji fundur Félags atvinnurekenda í fundaröð þess í aðdraganda kosninga fór fram í morgun. Var vel mætt á fundinn og ljóst að margir vildu koma skoðunum sínum á framfæri. Fulltrúar fimm stærstu flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum voru mættir og sátu fyrir svörum.

Lesa meira»

Heilbrigðiskerfið og velferðarmálin rædd

Á fundi Félags atvinnurekenda í morgun mættu fulltrúar fimm stærstu flokkanna samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum og ræddu um heilbrigðiskerfið og velferðarmál. Flestir voru sammála um að bæta þyrfti heilbrigðiskerfið enda niðurskurðurinn orðin gríðarlega mikill.

Lesa meira»

Fyrsti fundurinn af fjórum fór vel fram

Fyrsti fundur af fjórum í fundaröð Félags atvinnurekenda fór fram föstudaginn 12. apríl. Fulltrúar 5 stærstu flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum mættu og héldu stutta framsögu um stefnu síns flokks og hvað þarf að gera til að styrkja stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Lesa meira»

Nýtt greiðsluþátttökukerfi tekur brátt gildi

Nýtt þrepaskipt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa tekur gildi þann 4. maí. Markmiðið með nýju kerfi er að skapa aukið jafnræði meðal einstaklinga óháð sjúkdómum. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands hefur hingað til verið mjög misjöfn milli sjúkdóma.

Lesa meira»