Afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta tímabærar og nauðsynlegar aðgerðir

Stjórn Félags atvinnurekenda sá ástæðu til þess í júlímánuði að fagna sérstaklega yfirlýsingum fjármálaráðherra þess efnis að hann vinni að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Það er ljóst af málflutningi ráðherrans að markmiðið er að hverfa frá neyslustýringu og taka nauðsynleg skref í þá átt að einfalda skattkerfið. Vörugjaldakerfið er tímaskekkja og því mikilvægt að breytingar í þessa veru nái hratt fram að ganga.

Lesa meira»