
Ísland endurheimtir Evrópumet í áfengisgjöldum
Með breytingum á skattlagningu áfengis um áramótin mun Ísland endurheimta Evrópumet í áfengisgjöldum á sterkari drykki, sem tapaðist í hendur Norðmanna þegar krónan hrundi.
Með breytingum á skattlagningu áfengis um áramótin mun Ísland endurheimta Evrópumet í áfengisgjöldum á sterkari drykki, sem tapaðist í hendur Norðmanna þegar krónan hrundi.
Enn er óleyst úr ágreiningi margra fyrirtækja við lánastofnanir vegna gengislána, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Félag atvinnurekenda.
Félag atvinnurekenda sendir öllum lesendum atvinnurekendur.is bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár.
Fyrirtækjum í hópi FA hefur fjölgað um vel á annan tug á árinu.
„Tollfrjáls“ innflutningskvóti fyrir landbúnaðarvörur sem fluttar eru inn frá Evrópusambandinu hækkar enn í verði milli ára. Útboðsgjaldið, sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir kvótann, hækkar í mörgum tilvikum um 15-20%. Neytendur bera þá hækkun á endanum.
Alþingi samþykkti síðastliðinn laugardag tillögu Sigríðar Á. Andersen og sex annarra þingmanna um að afnema 59% toll á innfluttu kartöflusnakki. Tollurinn fellur úr gildi 1. janúar 2017. Félag atvinnurekenda fagnar þessari niðurstöðu.
Sigríður Á. Andersen alþingismaður hefur lagt fram á nýjan leik tillögu sína um afnám ofurtolls á innflutt kartöflusnakk. Í hópinn hafa nú bæst sex aðrir flutningsmenn úr fjórum flokkum.
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur dregið til baka tillögu sína um afnám 59% tolls á kartöflusnakks, vegna þrýstings frá snakkframleiðendum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst flytja tillöguna í eigin nafni.
Neytendur myndu spara yfir 160 milljónir á niðurfellingu 59% tolls á snakks. Það eina sem hann verndar eru tvö lítil iðnfyrirtæki.
Stjórn Félags atvinnurekenda lýsir yfir vonbrigðum með að ríkisstjórnin skuli ekki hyggjast lækka tryggingagjaldið til að greiða fyrir áframhaldandi stöðugleika á vinnumarkaði. FA hvetur stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína.