
Stjórnvöld gefi út opinn innflutningskvóta á ferskum eggjum
Félag atvinnurekenda skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirsjáanlegum eggjaskorti fyrir jólin.
Félag atvinnurekenda skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirsjáanlegum eggjaskorti fyrir jólin.
FA fer fram á rökstuðning sveitarfélaga fyrir beitingu heimildar til 25% álags á fasteignaskatt.
Hvernig ætla Bændasamtökin að loka þeirri smitleið, sem sérfræðingar telja miklu hættulegri en löglegan innflutning heilbrigðisvottaðs kjöts? Hvernig ætla þau að hindra að ferðamenn beri með sér búfjársjúkdóma í sveitir landsins? Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið.
Félag atvinnurekenda skorar á nýtt Alþingi að nema hið fyrsta úr gildi undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur búvörulög ganga framar samkeppnislögum.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt þann dóm að innflutningsbann á fersku kjöti sé ólöglegt og fari í bága við EES-samninginn. Þrátt fyrir að legið hafi fyrir árum saman að bannið væri skýrt brot á EES-reglum streitist íslenska ríkið á móti fyrir dómstólum.
Landbúnaðarráðherra hefur fjölgað um fimm manns í starfshópi sem á að endurskoða búvörusamningana. Samt fannst ekki pláss fyrir fulltrúa FA eða annarra gagnrýnisradda.
Ýmsir tollar á iðnaðarvörur falla niður um áramótin. Samtals ætti tollalækkunin að nema um tveimur milljörðum króna. Sumir tollar á búvörur hækka hins vegar.
Það heyrir nú sögunni til að þegar lyf eru auglýst í sjónvarpi birtist í örskotsstund í lok auglýsingar skjáfylli af texta með örsmáu letri sem enginn getur lesið. Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um lyfjaauglýsingar, þar sem tekið er tillit til ýmissa ábendinga FA.
Úrskurður Kjararáðs um að hækka laun alþingismanna, ráðherra og forseta um hundruð þúsunda króna er óheppilegt innlegg í viðkvæma stöðu á vinnumarkaðnum, að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.
Félag atvinnurekenda fagnar yfirlýsingu Landspítalans um umbætur í innkaupum spítalans, sem gerð var opinber í dag með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2016.