
Morgunverðarfundur um varnir gegn netglæpum 9. apríl
FA efnir til morgunverðarfundar um netglæpi og hvernig fyrirtæki geti varist þeim.
FA efnir til morgunverðarfundar um netglæpi og hvernig fyrirtæki geti varist þeim.
Bláa lónið á Laugavegi fær Njarðarskjöldinn sem ferðamannaverslun ársins 2018. Geysir heima við Skólavörðustíg fær Freyjusóma. FA stendur að verðlaununum ásamt Reykjavíkurborg og fleiri fyrirtækjum og samtökum.
Guðmundur Hrafn Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars/TBWA, var kjörinn formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) á 40. aðalfundi sambandsins, sem haldinn var í húsakynnum FA.
FA leggst gegn frumvarpi framsóknarþingmanna um undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og bendir á slæma reynslu af undanþágu mjólkuriðnaðarins.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var gestur á tvöþúsundasta stjórnarfundi Félags atvinnurekenda.
Af hverju gerir verkalýðshreyfingin ekki skýrari kröfu til stjórnvalda um að taka á innflutningshöftum og tollum, samkeppnismálum og gjaldmiðilsmálum til að lækka verðlag? spurði framkvæmdastjóri FA á fundi ASÍ og Neytendasamtakanna um verðlag á mat.
Bregðist íslensk stjórnvöld ekki við dómi Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins getur tjón sjávarútvegsins numið milljörðum króna. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið.
Samkvæmt áliti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis sem unnið var fyrir atvinnuvegaráðuneytið, mun afnám frystiskyldu á innfluttu kjöti ekki hafa áhrif á aðrar fjölónæmar bakteríur en kampýlóbakter. Í frumvarpi landbúnaðarráðherra er hins vegar kveðið á um að innfluttu kjöti skuli fylgja vottorð um að það sé laust við kampýlóbakter.
Eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar Íslandspósts ohf. og Samkeppniseftirlitsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að „sterkar vísbendingar“ séu um að Íslandspóstur hafi brotið gegn sáttinni með því að reikna ekki vexti á lán til dótturfélagsins ePósts. FA hafði kvartað vegna brots Póstsins á sáttinni.