
Góður grunnur fyrir fæðuöryggisstefnu
Tillögur sem matvælaráðherra hefur lagt fram um eflingu fæðuöryggis eru gott plagg og geta orðið grunnur fyrir fæðuöryggisstefnu, skrifar framkvæmdastjóri FA á Vísi.
Tillögur sem matvælaráðherra hefur lagt fram um eflingu fæðuöryggis eru gott plagg og geta orðið grunnur fyrir fæðuöryggisstefnu, skrifar framkvæmdastjóri FA á Vísi.
Framundan eru viðræður við Evrópusambandið um fríverslun með fisk og sjávarafurðir. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið að EES-samningurinn geri ekki ráð fyrir að snúið sé til baka af braut fríverslunar með búvörur, eins og kröfur eru uppi um hjá stjórnmála- og hagsmunaöflum.
Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Íslandsstofa stóðu í morgun fyrir morgunverðarfundi um netverslun við Kína. Hér er upptaka af fundinum og glærur frummælenda.
Lækkun tolla er leið sem myndi virka gegn innfluttri verðbólgu. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Fréttablaðið.
Innlendir bændur og afurðastöðvar bjóða hátt í tollkvóta fyrir svínakjöt frá ESB og flytja inn yfir 90% hans það sem af er árinu. Framkvæmdastjóri FA skrifar grein á Vísi og hvetur samkeppnisyfirvöld til að skoða málið.
Hvað þarf fyrirtæki að gera til að koma vörunni sinni á framfæri við kínverska neytendur á netinu? Um það fjallar morgunverðarfundur Íslandsstofu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV) 24. maí.
Næsta örnámskeið FA um hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri verður haldið 17. maí. Að þessu sinni fjallar Unnur Ásta Bergsteinsdóttir lögmaður um samskipti og samninga við neytendur.
Í stefnu Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar er lögð áhersla á stuðning við nýsköpunarumhverfið og sprotafyrirtæki. Oddviti flokksins er hins vegar efins um að hægt sé að lækka skatta á atvinnuhúsnæði og telur eðlilegt að leggja skyldur á fyrirtæki að gera breytingar á húsnæði sínu til að mæta þörfum kynsegin fólks. Dóra Björt mætti í Kaffikrókinn.
Í stefnu Flokks fólksins er ekkert fjallað um starfsumhverfi fyrirtækja í borginni og segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti flokksins, að fyrirtækin séu ekki efst á blaði hjá flokknum, fólkið komi fyrst. Kolbrún var gestur í Kaffikróknum, hlaðvarpsþætti FA.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir vill lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, selja borgarfyrirtæki og útvista verkefnum borgarinnar. Hún mætti til okkar í Kaffikrókinn.