Ábendingar og gagnrýni vegna afnáms vörugjalda

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA fagnaði því eindregið að vörugjöld voru afnumin í upphafi árs, eins og félagið hefur barist fyrir árum saman. FA varaði hins vegar við óraunhæfum væntingum um verðlagsáhrif breytingarinnar og benti í upphafi árs á að annars vegar hefðu margir innflytjendur og seljendur heimilis- og raftækja þegar lækkað verð þegar breytingin var boðuð og hins vegar ættu margir birgðir af vörum sem greitt hefði verið vörugjald af og áhrifa þess gæti því gætt einhverjar vikur fram á árið.

Í maí birti verðlagseftirlit ASÍ niðurstöður könnunar á áhrifum afnáms vörugjaldsins. FA mótmælti harðlega þeim aðferðum sem beitt var við könnunina, þar sem valinn var viðmiðunarpunktur eftir að mörg fyrirtæki höfðu þegar lækkað verð í aðdraganda breytingarinnar.

Undir lok ársins sendi FA frá sér svipuð varnaðarorð vegna áformaðs afnáms tolla á fötum og skóm og hvatti til þess að verslunin fengi að njóta sannmælis, meðal annars við framkvæmd verðkannana.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ábendingar vegna afnáms vörugjalds

Kitchen AidUm áramótin tóku gildi tvær breytingar á álagningu neysluskatta; annars vegar var stigið skref í samræmingu skattþrepa virðisaukaskatts og hins vegar voru vörugjöld afnumin.

Félag atvinnurekenda fagnar þessum breytingum og tekur undir hvatningu Alþýðusambandsins og annarra til neytenda að fylgjast vel með verðbreytingum sem verða vegna þessara skattabreytinga.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Könnun verðlagseftirlits ASÍ gefur skakka mynd af verðlækkunum vegna niðurfellingar vörugjalda

Kitchen AidAlþýðusamband Íslands (ASÍ) birti í gær niðurstöðu könnunar verðlagseftirlits ASÍ á verðlækkunum heimilistækja. Þar er því haldið fram að verðlækkanir á slíkum tækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts séu mun minni en gera hafi mátt ráð fyrir.

Verðlagskannanir skipta gríðarlega miklu máli enda veita þær verslunum aðhald, eru neytendum til upplýsinga og eru til þess fallnar að efla samkeppni. Vegna þessa skiptir höfuðmáli að verðlagskannanir séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd
af verðlagi og verðlækkunum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fær verslunin að njóta sannmælis?

Föt og skórFöt og skórBoðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]