Að hemja reglusetningargleðina

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA lét stefnu stjórnvalda um einfaldara regluverk atvinnulífsins til sín taka og benti á ýmsa hnökra og vankanta á framkvæmd hennar. Félagið lagði til að settar yrðu skýrari reglur um framkvæmd stefnunnar þannig að hún skilaði þeim árangri sem til var ætlast.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Gleymd stefna um einföldun regluverks atvinnulífsins?

Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar byggir stefnu sína á stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá því vorið 2013. Þar var sérstaklega kveðið á um einföldun regluverks atvinnulífsins í þágu vaxtar, fjárfestingar og atvinnusköpunar.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Frumvarpi um einföldun leyfisveitinga fagnað

Félag atvinnurekenda fagnar boðuðu frumvarpi forsætisráðherra um einföldun leyfisveitinga vegna atvinnurekstrar og fækkun leyfa. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks atvinnulífsins, en FA hefur lengi barist fyrir því að reglugerðafrumskógur sá sem þarf að ferðast um til að stofna fyrirtæki verði grisjaður.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðherra staðfestir að „hnappurinn“ þýðir sparnað fyrir smáfyrirtæki

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra staðfestir í grein í Morgunblaðinu í dag þann skilning sem Félag atvinnurekenda og flestir aðrir hafa lagt í nýlegar breytingar á lögum um ársreikninga, að með þeim sé gerð ársreiknings fyrir minni fyrirtæki, svokölluð örfélög, einfölduð verulega með tilheyrandi sparnaði fyrir fyrirtækin.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Reglusetningargleðin

Þeir sem reka fyrirtæki þekkja vel hversu tímafrekt og kostnaðarsamt getur verið að uppfylla margvíslegar kvaðir sem hið opinbera leggur á reksturinn. Vöxturinn í reglugerðafrumskóginum virðist stundum nánast hömlulaus; stöðugt bætast við íþyngjandi kröfur sem fyrirtækjum ber að uppfylla.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]