Aðalfundur og málþing ÍKV um belti og braut

11.05.2018

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið heldur aðalfund sinn á Reykjavík Hotel Natura kl. 14 fimmtudaginn 17. maí næstkomandi.

Í beinu framhaldi af aðalfundinum verður málþing um „Belti og braut“ (e. Belt and Road Initiative), áform kínverskra stjórnvalda um gífurlega uppbyggingu innviða til að tengja Kína helstu markaðssvæðum.

Dagskrá aðalfundarins, skv. samþykktum ÍKV:

• Fundargerð síðasta aðalfundar.
• Stjórn félagsins skýrir frá störfum félagsins.
• Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga fyrir síðasta ár.
• Kjör formanns til þriggja ára og tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.
• Kjör skoðunarmanns.
• Önnur mál.
• Fundarslit.

Dagskrá málþingsins:
Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi: The Belt and Road Initiative – New Opportunities of China-Iceland Relations
Stefán Skjaldarson sendiherra: Belti og braut og hagsmunir Íslands
Þorgerður Anna Björnsdóttir, starfsmaður Konfúsíusarstofnunar HÍ: Upphaf viðskipta Íslands og Kína
Kynnir ræðumanna: Ársæll Harðarson fráfarandi formaður ÍKV
Fundarstjóri: Jónína Bjartmarz
Skráning á fundinn hér neðar á síðunni.

Nýjar fréttir

Innskráning