Aðhald með Íslandspósti

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA gagnrýndi ítrekað rekstur Íslandspósts, stórs ríkisfyrirtækis sem hefur markvisst fært út kvíarnar og keppir við einkaaðila á æ fleiri sviðum, allt frá sælgætis- og minjagripasölu til prentsmiðjurekstrar.

Meðal annars benti FA á að það væri ótækt að ekki lægi fyrir hvort tekjur af einkaréttarrekstri fyrirtækisins hefðu verið notaðar til að niðurgreiða samkeppnisrekstur, en Póst- og fjarskiptastofnun telur vísbendingar um slíkt. Auk þess er fyrirtækið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna fjölda meintra samkeppnisbrota, þar með talið misbrests á aðskilnaði milli einkaréttar- og samkeppnisrekstrar.

FA fór fram á að innanríkisráðherra beitti sér fyrir því að allsherjarúttekt yrði gerð á málefnum Íslandspósts og tryggði ennfremur nægt eftirlit með fyrirtækinu.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Íslandspóstur eins og fíll í postulínsbúð

Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur bar sig illa í fjölmiðlum í síðustu viku vegna fækkunar sendibréfa undir 50 grömmum, en fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu þeirra. Fyrirtækið boðar að þessi þróun haldi áfram og muni hafa alvarleg áhrif á afkomu þess.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Misskilningur í postulínsbúðinni

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkið á ekki að vasast í samkeppnisrekstri

Pósturinn-logo-300x204Í sérstakri umræðu um málefni ríkisfyrirtækisins Íslandspósts á Alþingi í síðustu viku kom ýmislegt áhugavert fram.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem hefur póstmál á sinni könnu, lýsti því þar yfir að hún teldi að afnema ætti einkarétt ríkisins, þ.e. Íslandspósts, á bréfasendingum. Jafnframt ætti að stefna að því að selja fyrirtækið. Þá lýsti ráðherra því afdráttarlaust yfir í tvígang að hún teldi að ríkið ætti ekki að vera að „vasast í samkeppnisrekstri“.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðherra tryggi eftirlit með Íslandspósti

Posturinn_nytt_logo

Viðskiptablaðið hefur að undanförnu gert málum Íslandspósts ágæt skil. Í umfjöllun blaðsins hefur verið dregið fram hvernig ríkisfyrirtæki með einkarétt á stórum hluta starfseminnar stendur í sífellt viðameiri samkeppni við einkafyrirtæki. Sömuleiðis hvernig það er til rannsóknar vegna meintra brota á lögum um samkeppni og fjárhagslegan aðskilnað einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stjórnendur Íslandspósts krafðir svara

Spurningar til stjórnenda Íslandspósts

Í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins var fjallað um taprekstur og lausafjárvanda ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. Fjármálastjóri fyrirtækisins upplýsti þar meðal annars að tapreksturinn væri fjármagnaður með lánsfé og yfirdráttarheimildir nýttar stóran hluta hvers mánaðar.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]