Áfangasigrar í tollamálum

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA hélt áfram baráttu sinni fyrir lækkun tolla og breyttri framkvæmd á úthlutun tollkvóta fyrir búvörur. Í upphafi árs andmælti félagið harðlega fjölgun útboða tollkvóta, sem leiddi af sér ýmislegt óhagræði fyrir innflytjendur og hækkun útboðsgjalds. Atvinnuvegaráðuneytið brást við með því að fækka útboðunum á ný.

Aðildarfyrirtæki FA stefndu ríkisvaldinu á ný vegna ólögmætrar álagningar útboðsgjalds á tollkvóta og höfðu í annað sinn betur fyrir héraðsdómi.

Þá benti FA á kostnað og óhagræði sem innflytjendur og neytendur verða fyrir vegna þess að ríkisvaldið tregðast til að opna innflutningsheimildir á lægri tollum, jafnvel þótt skortur sé á viðkomandi vöru innanlands.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA andmælir fjölgun útboða á tollkvótum fyrir búvörur

Atvinnuvegaráðuneytið hefur hrint í framkvæmd þeirri tillögu starfshóps landbúnaðarráðherra, sem skipaður var í apríl síðastliðnum, að bjóða upp tollkvóta á búvörum oftar en einu sinni á ári.  Bændasamtök Íslands höfðu mjög þrýst á að þessi breyting yrði gerð, en hún skaðar hagsmuni bæði innflytjenda og neytenda. Félag atvinnurekenda hefur mótmælt ákvörðuninni en ráðuneytið hyggst sitja við sinn keip. Breytingin er líkleg til að stuðla að hækkun á verði innfluttra búvara.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Útboðsgjald hækkar mikið vegna nýs útboðsfyrirkomulags og búvörusamninga

Útboðsgjald, sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum Evrópusambandsins hækkar mikið á milli ára, í mörgum tilvikum um tugi prósenta. Mest hækkar útboðsgjald á osti, eða um nærri 400 krónur á kíló, sem er um 87% hækkun. Hærra útboðsgjald mun valda verðhækkun á vörunni miðað við það sem ella hefði orðið og ætla má að rétt um 200 milljónir króna renni úr vösum neytenda í ríkissjóð á fyrri helmingi ársins vegna útboðsgjaldsins.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ekkert samráð var haft við innflytjendur eða neytendur um breytt útboðsfyrirkomulag

Atvinnuvegaráðuneytið hefur svarað bréfi Félags atvinnurekenda frá 2. janúar síðastliðnum, þar sem farið var fram á rökstuðning og gögn vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að fjölga útboðum tollkvóta á búvörum yfir árið. Fjölgun útboða stuðlar að verulegri hækkun verðs á kvótanum og þar með hækkun á verði innfluttra búvara.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Alvöru samkeppni

Nýr fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, benti réttilega á það í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að eitt af því sem stjórnmálamenn gætu gert til að bæta lífskjör í landinu væri að auðvelda innflutning á landbúnaðarvörum. Ráðherrann sagði að tollasamningurinn við Evrópusambandið, sem vonandi tekur gildi á miðju ári, myndi stuðla að því að innflutningur á búvörum tvöfaldaðist.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Afnám snakktollsins skilar sér til neytenda

Afnám tolls á innflutt kartöflusnakk, sem tók gildi um áramótin, hefur nú þegar stuðlað að verulegri lækkun á verði ýmissa snakktegunda í verslunum. Ætla má þó að áhrifin séu ekki komin að fullu fram, enda eru talsverðar birgðir til af snakki sem flutt var inn á fullum tolli fyrir áramót.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Gildistaka tollasamnings við ESB dregst til áramóta

Gildistaka tollasamnings Íslands og Evrópusambandsins, sem gerður var haustið 2015, dregst að öllum líkindum til næstu áramóta, samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað hjá utanríkisráðuneytinu.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollvernd mun meiri en í samanburðarlöndum

Gildistaka tollasamnings Íslands og Evrópusambandsins, sem gerður var haustið 2015, dregst að öllum líkindum til næstu áramóta, samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað hjá utanríkisráðuneytinu.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Margföld eftirspurn eftir tollkvóta

Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir tollkvóta til að fá að flytja inn tollfrjálsar búvörur samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins frá 2007. Atvinnuvegaráðuneytið auglýsti tollkvóta fyrir seinni hluta árs 2017 hinn 25. apríl síðastliðinn og liggur nú fyrir hversu mikið magn innflytjendur sóttu um. Eftirspurnin er frá því að vera fjórföld á við kvótann sem er í boði og upp í að vera tæplega sjöföld, eins og sést í eftirfarandi töflu.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Útboðstímabil WTO-tollkvóta lengt aftur

Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir tollkvóta til að fá að flytja inn tollfrjálsar búvörur samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins frá 2007. Atvinnuvegaráðuneytið auglýsti tollkvóta fyrir seinni hluta árs 2017 hinn 25. apríl síðastliðinn og liggur nú fyrir hversu mikið magn innflytjendur sóttu um. Eftirspurnin er frá því að vera fjórföld á við kvótann sem er í boði og upp í að vera tæplega sjöföld, eins og sést í eftirfarandi töflu.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkið dæmt til að greiða innflytjendum viðbótardráttarvexti vegna útboðsgjalds

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða þremur innflutningsfyrirtækjum viðbótardráttarvexti vegna oftekins útboðsgjalds vegna tollkvóta á búvörum.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Enn hækkar útboðsgjald fyrir ESB-tollkvóta

Útboðsgjald, sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá Evrópusambandinu, hækkaði mikið í síðasta útboði á tollkvóta, en niðurstöður þess voru kunngjörðar á fimmtudag. Dæmi eru um allt að 45% hækkun útboðsgjaldsins frá því á fyrri hluta ársins, en kvótinn er nú boðinn upp tvisvar á ári.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

„Staðreyndir“ Sigurðar Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ostaframleiðandinn fær sitt, neytandinn bíður

Morgunblaðið hefur í mánuðinum flutt allmargar fréttir um innflutning landbúnaðarafurða. Þegar fjallað var um aukinn innflutning á osti var haft eftir talsmönnum landbúnaðarins, þeim Ernu Bjarnadóttur hagfræðingi Bændasamtakanna og Ara Edwald forstjóra Mjólkursamsölunnar, að hækkandi gengi krónunnar yki samkeppni …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Afnám tolla og vörugjalda skilaði sér til neytenda og álagning minnkaði

Afnám tolla og vörugjalda á árunum 2015-2017 skilaði sér í vasa neytenda, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið. Smásöluverð lækkaði á átta vörum sem skoðaðar voru; sykurvörum, fatnaði og heimilistækjum. Þá lækkaði álagning kaupmanna á flestum vörunum í krónum talið.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Það er nógu gott handa ykkur

Framleiðsla nautgripakjöts á Íslandi hefur aðeins annað hluta innanlandseftirspurnar undanfarin ár, það er óumdeild staðreynd. Um 20-30% innanlandsneyzlu hafa verið flutt inn. Minna hefur verið talað um þá staðreynd að innlend framleiðsla annar alls ekki eftirspurn eftir hágæða nautakjöti.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Héraðsdómur: Ríkið endurgreiði útboðsgjald upp á 355 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að útboðsgjald, sem ríkið innheimtir fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum, sé ólögmætt. Þetta er í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt. Breytingar, sem gerðar hafa verið á búvörulögum, duga því að mati Héraðsdóms ekki til að koma á lögmætu fyrirkomulagi úthlutunar tollkvóta.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ætti innlend verslun að biðja um hærri álögur á erlendar verslanakeðjur?

„Verslun hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Erlend stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Costco, breska Iceland, bandaríska Dunkin‘ Donuts, svissneska Nespresso, sænska H&M og þýska Bauhaus hafa opnað búðir hérlendis. Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir neytendur, viðskiptavini okkar …“[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]