Áfangasigrar í útboðsmálum

[vc_row][vc_column][vc_column_text]FA lét útboðsmál mikið til sín taka á árinu. Innan félagsins starfaði sérstakur útboðshópur, sem beindi sjónum sínum að lagaumhverfi opinberra innkaupa og framkvæmd opinberra stofnana á lögunum.

Ný lög um opinber innkaup voru samþykkt á Alþingi og gengu þar eftir ýmsar umbætur, sem FA hefur lengi barist fyrir. Að tillögu FA var sett inn í lögin grein sem gefur fyrirtækjasamtökum á borð við Félag atvinnurekenda sjálfstæða heimild til að kæra framkvæmd opinberra innkaupa, sem ætti að styrkja eftirlit með þeim.

FA tók saman upplýsingar um það hvaða opinberu stofnanir og fyrirtæki hefðu oftast verið kærð vegna útboðsmála á undanförnum árum og kynnti á félagsfundi um útboðsmál. Landspítalinn tróndi þar á toppnum. Það var því sérstakt fagnaðarefni að mati FA þegar spítalinn birti síðar á árinu yfirlýsingu um umbætur á innkaupaháttum sínum.

FA fagnaði því enn fremur að eftir langa mæðu féllst ríkið á að bjóða út flugfarmiðakaup sín á nýjan leik, en félagið hafði gagnrýnt harðlega brot ríkisins á lögunum um opinber innkaup. Ýmsir hnökrar voru þó á framkvæmd fyrsta útboðsins.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Nýtt ár – ekkert farmiðaútboð

Félag atvinnurekenda hefur ítrekað fyrirspurn sína til fjármálaráðuneytisins um hvað líði boðuðu útboði á flugfarmiðakaupum ríkisins. Félagið sendi ráðuneytinu bréf sama efnis fyrir átta vikum, en hefur ekki fengið svar.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðuneyti boðar flugmiðaútboð í áföngum

Fjármálaráðuneytið birti í dag fréttatilkynningu, þar sem boðað er að útboð á flugfarmiðum fyrir stjórnarráðið fari fram í febrúar. Í framhaldinu verði flugfarmiðaviðskipti annarra ríkisstofnana boðin út.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Atvinnuvegasamtök fái að kæra útboð

Félag atvinnurekenda leggur til að bætt verði í lögin um opinber innkaup ákvæði sem gerir atvinnuvegasamtökum á borð við FA kleift að kæra framkvæmd útboða. Þetta sé nauðsynlegt vegna þess að einstök fyrirtæki treysti sér oft ekki til að kæra brot á lögunum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Birgjar tregir til að kæra brot á lögum um opinber innkaup

Niðurstöður könnunar FA, sem gerð var meðal aðildarfyrirtækja í janúar, staðfesta það sem komið hefur fram í umfjöllun RÚV að undanförnu um að birgjar ríkisins séu tregir til að kæra brot opinberra stofnana á lögunum um opinber innkaup.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hnökrar á framkvæmd farmiðaútboðs

Ýmsir hnökrar voru á útboði ríkisins á flugfarmiðum fyrir starfsmenn stjórnarráðsins, að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Ólafur gagnrýnir í samtali við vefsíðuna Túrista hvernig útboðinu var upphaflega stillt upp. Aðeins Icelandair og Wow Air buðu í viðskiptin.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Landspítalinn fær flestar kærur vegna útboða

Landspítalinn er oftast kærður vegna meintra brota á lögum um opinber innkaup. Auk spítalans eru Ríkiskaup, Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Isavia oftast kærð til kærunefndar útboðsmála.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Útboð spara háar fjárhæðir

„Útboð er auðveldur sparnaður,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál í morgun. Fullt var út úr dyrum á fundinum, enda brenna útboðsmálin á mörgum aðildarfyrirtækjum FA.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Útboðsreglur nái jafnt til ríkis og sveitarfélaga

Félag atvinnurekenda styður þá tillögu í frumvarpi fjármálaráðherra til nýrra laga um opinber innkaup að almennar reglur laganna um innkaup sem eru undir erlendum viðmiðunarfjárhæðum fyrir Evrópska efnahagssvæðið nái yfir sveitarfélög jafnt og ríkið og stofnanir þess. Þannig verði sveitarfélög skyldug að bjóða út kaup á vöru og þjónustu sem þau þurfa ekki að bjóða út í dag.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sjálfstæð kæruheimild í útboðsmálum styrkir FA í baráttunni

Félag atvinnurekenda fagnar þeirri breytingu, sem gerð var nýlega á lögum um opinber innkaup, að félög eða samtök fyrirtækja geti skotið málum til kærunefndar útboðsmála, enda samræmist það tilgangi þeirra að gæta slíkra hagsmuna. „Sjálfstæð kæruheimild af þessu tagi mun styrkja FA í baráttunni fyrir hagsmunum félagsmanna sinna og mun efla eftirlit og aðhald með opinberum innkaupum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA fagnar umbótum í innkaupum Landspítalans

Félag atvinnurekenda fagnar yfirlýsingu Landspítalans um umbætur í innkaupum spítalans, sem gerð var opinber í dag með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2016. Spítalinn gaf yfirlýsinguna út einhliða vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins (SE)  á innkaupum hans, en niðurstaða SE varð, meðal annars með hliðsjón af yfirlýsingunni, að ekki væru forsendur til að aðhafast frekar gagnvart spítalanum.[/vc_column_text][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]