Afnám verndartolla í landbúnaði

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_column_text]

Header

Afnám verndartolla í landbúnaði 

fa_adgerd5

Tillaga: Afnema verndartolla á búvörum í áföngum. Almennir tollar á landbúnaðarvörum verði lækkaðir um 50%.  Tollar á svína- og alifuglakjöti verði afnumdir að fullu.  Tollar á öðrum vörum, sem ekki keppa við innlenda framleiðslu, verði afnumdir að fullu. Undir þetta geta fallið vörur eins og geita-, ær- og buffalaostar, parmesanostur og aðrir harðir ostar.

  • Verndartollar sem lagðir eru á innfluttar landbúnaðarafurðir torvelda virka samkeppni á búvörumarkaði, standa í vegi fyrir vöruþróun og auknu úrvali og valda því að neytendur greiða mun hærra verð en ella.
  • Skömmtunarkerfi í formi útboðs á tollkvóta fyrir innfluttar búvörur stuðlar að því að tollfrelsið þjónar ekki upphaflegum markmiðum, um að lækka verð og auka vöruúrval og samkeppni. Sífellt harðari samkeppni um mjög takmarkaðar innflutningsheimildir þýðir að verðið á þeim hækkar og neytendur missa af þeim ávinningi sem tollfrelsið átti að hafa í för með sér.
  • Tollkvótakerfið hefur jafnframt í för með sér mjög óstöðugt rekstrarumhverfi fyrir innflutningsfyrirtæki, sem eiga erfitt með að bjóða stöðugleika í afhendingu og verðlagi á innfluttri vöru.
  • Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt að í tollkvótakerfinu felist aðgangshindranir fyrir smærri fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í innflutningi.
  • Innflutningskvótarnir endurspegla ekki þróun neyslu á landbúnaðarafurðum. WTO-kvóti á alifuglakjöti, sem er 59 tonn, miðast til dæmis við 5% innanlandsneyslu á árunum 1986-1988. Ef hann ætti að endurspegla núverandi neyslu á alifuglakjöti væri hann vel yfir 400 tonn.

 

  • Verndartollar eru lagðir á ýmsar landbúnaðarvörur sem eiga sér enga samsvörun í innlendri búvöruframleiðslu. Einnig eru lagðir háir verndartollar á vörur þar sem innlenda framleiðslan annar ekki eftirspurn, til dæmis alifuglakjöt, svínakjöt, nautakjöt og franskar kartöflur.

Stefnt verði að afnámi verndartolla á landbúnaðarafurðum í áföngum.

  • Til að byrja með verði tollverndin afnumin á vörum sem ekki teljast til afurða hefðbundins landbúnaðar á Íslandi, eru ekki framleiddar á Íslandi eða innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn.
  • Tollvernd á afurðum hefðbundins landbúnaðar, þar sem innanlandsframleiðsla annar eftirspurn, verði lækkuð um helming.
  • Til skemmri tíma verði úthlutunarkerfi innflutningskvóta endurskoðað og þeir rýmkaðir verulega.

 

 

 

 

12 tillögur Félags atvinnurekenda eru eftirfarandi:

Eignarhald bankaSlide1

Fjármögnunarleiðir fyrirtækjaSlide2

Leiðir gegn kennitöluflakkiSlide3

Lækkun tryggingagjaldsSlide4

Afnám verndartolla í landbúnaðicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 1

Opinber innkaupSlide6

SamkeppnismálSlide7

Eðileg verðmyndun í sjávarútvegicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 2

Endurskoðun ársreikningaSlide9

Eftirlitsgjöld stofnanaSlide10

Einföldun álagningar virðisaukaskattscw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 3

Birting ársreikningaSlide12