Áfram þokast í baráttu fyrir lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Þótt sveitarfélögin hafi ekki brugðist við áskorunum FA um að fella niður fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði tímabundið vegna kórónuveirukreppunnar, náðist áframhaldandi árangur í baráttu félagsins fyrir lækkun fasteignaskatta. Fjögur af stærstu sveitarfélögum landsins lækkuðu fasteignaskatta á fyrirtæki fyrir árið 2021. Þar munar mest um að Reykjavíkurborg lækkar í fyrsta sinn skattinn úr lögleyfðu hámarki, þótt borgin leggi enn á hæsta skattinn af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sveitarfélögin lækki fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

„Stjórn Félags atvinnurekenda ítrekar áskorun sína til sveitarfélaganna að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár. Félagið leggst eindregið gegn öllum hugmyndum um hækkun á fasteignaskatti fyrirtækja. Íþyngjandi skattbyrði vegna hækkana fasteignamats undanfarin ár …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Borgin gengur of skammt í lækkun fasteignaskatts

Reykjavíkurborg gengur of skammt í lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði með áformum um lækkun upp á 0,05 prósentustig um áramótin. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra FA, á fjarfundi borgarráðs í morgun en ýmsum fulltrúum atvinnulífsins var boðið til fundar við borgarráð …

[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fjögur af stærstu sveitarfélögunum lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði

Fjögur af tólf stærstu sveitarfélögum landsins munu lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði á næsta ári, samkvæmt frumvörpum til fjárhagsáætlana sem lögð hafa verið fram. Það sætir tíðindum að Reykjavíkurborg hættir að halda skattinum í lögleyfðu hámarki og lækkar hann um 0,05 prósentustig, eða úr 1,65% af fasteignamati í 1,6%. Skatturinn er engu að síður áfram hæstur í Reykjavík af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, eins og sjá má á myndinni …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/VMvS0s5DyVM“ title=“Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa“][vc_video link=“https://youtu.be/agXGTFI9HaE“ title=“Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar“][vc_video link=“https://youtu.be/akrNMpMA3og“ title=“Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar“][vc_video link=“https://youtu.be/lKDytYJNM7A“ title=“Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie“][/vc_column][/vc_row]