Ánægja félagsmanna með þjónustuna í faraldrinum

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Engin þjónusta sem Félag atvinnurekenda hefur boðið félagsmönnum hefur fengið betri viðtökur en upplýsingaþjónusta um stöðu heimsfaraldurins, sóttvarnir og stuðningsaðgerðir. 95% svarenda í könnun FA meðal félagsmanna um þjónustuna á árinu 2021 sögðust nota þjónustuna og af þeim voru 94% ánægðir eða mjög ánægðir með hana.

Á árinu voru sendir út 72 upplýsingapóstar um heimsfaraldurinn til félagsmanna, heldur færri en árið 2020 þegar þeir urðu 114. Þá var efnt til gagnlegs netfundar í ágúst um sóttvarnir og smitrakningu á vinnustöðum. Skrifstofa FA hefur svarað ótal spurningum félagsmanna sem tengjast faraldrinum.

Í könnun FA kom almennt fram mikil ánægja meirihluta félagsmanna með þjónustu félagsins og baráttu þess fyrir hagsmunamálum fyrirtækjanna. Alls sögðust 86% félagsmanna ánægðir með starfið í heild. Næstmest notaða þjónusta félagsins var hagsmunagæsla gagnvart stjórnvöldum, sem samtals 92% lýstu ánægju með með. Þá nýttu 67% félagsmanna sér lögfræðiþjónustu FA og voru 86% ánægðir eða mjög ánægðir.

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða 89%, töldu félagið sýnilegt í baráttu sinni fyrir aðildarfyrirtækin. Drjúgur meirihluti, allt frá 65% til 84%, sagðist ánægður eða mjög ánægður með frammistöðu FA í öllum helstu baráttumálum félagsins á árinu.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Könnun FA: 86% félagsmanna ánægðir með starf félagsins

Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi atvinnurekenda, eða 86%, lýsa ánægju sinni með þjónustu og starf félagsins. Þetta er á meðal niðurstaðna í árlegri könnun FA á meðal félagsmanna, sem gerð var í síðustu viku. Er spurt var um afstöðu til fullyrðingarinnar „ég er ánægð(ur) með starf FA í heild“ sögðust 44% mjög sammála og 42% sammála, samtals 86%. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Könnun FA: 89% fyrirtækjanna telja félagið sýnilegt í baráttunni

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna FA telur félagið sýnilegt í baráttu sinni fyrir aðildarfyrirtækin og að ímynd þess sé jákvæð, samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar meðal félagsmanna. Er spurt er um afstöðu félagsmanna til ýmissa baráttumála FA á undanförnum misserum segist drjúgur meirihluti í öllum tilvikum ánægður með frammistöðu félagsins. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]