Áfangasigrar í útboðsmálum

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Barátta fyrir lækkun tolla á matvörur var eitt af helstu málum Félags atvinnurekenda á árinu 2015. Félagið fagnaði áformum stjórnvalda um að fella niður tolla af öllum öðrum vörum en matvöru, en færði fyrir því rök að matartollarnir ættu að vera með í þessum áformum, enda giltu engin önnur viðskiptalögmál um viðskipti með mat en aðrar vörur.

Í október kom út skýrsla FA um matartolla, sem kynnt var fjölmiðlum, stjórnvöldum og hagsmunaaðilum og fékk töluverða athygli. Í henni var ýtarleg úttekt á umhverfi matartolla hér á landi. Lagt var til að tollar á mat yrðu lækkaðir um helming en felldir niður að fullu á alifugla- og svínakjöti og ýmsum vörum sem ekki væru framleiddar hér á landi eða gætu ekki talist afurðir hefðbundins íslensks landbúnaðar.

Félagið fagnaði því að göt komu í tollmúrana hér og þar; þannig náðist mikilvægur samningur Íslands og Evrópusambandsins um tollfrelsi með búvörur, tollar voru felldir niður af nokkrum tegundum af mjólkurlausum ís og Alþingi ákvað í lok ársins að fella niður margfrægan 59% toll á kartöflusnakki í ársbyrjun 2017.

Dómsmál tengd matartollum settu jafnframt svip sinn á árið. Í mars féllu dómar málum þriggja innflutningsfyrirtækja í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem útboðsgjald á tollkvóta fyrir innfluttar matvörur var dæmt ólögmætt og í andstöðu við stjórnarskrá. Í framhaldinu krafðist FA þess að innflutningsfyrirtækjum yrði endurgreitt útboðsgjald. Ríkið neitaði og í júlí breytti Alþingi búvörulögum til að reyna að festa útboðsgjaldið í sessi.[/vc_column_text][vc_accordion collapsible=““ disable_keyboard=““][vc_accordion_tab title=“Hvað kostar útboðsgjaldið neytendur?“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Dýrari tollkvóti bitnar á neytendum

Félag atvinnurekenda hefur gert samanburð á niðurstöðum útboða á tollfrjálsum innflutningskvóta á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu fyrir árin 2014 og 2015.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Yfir 300 milljónir úr vasa neytenda til ríkisins

ólafurFjölmiðlar hafa í dag fjallað ýtarlega um gagnrýni Félags atvinnurekenda á það úrelta skömmtunarkerfi, sem felst í útboðum ríkisins á tollkvótum fyrir landbúnaðarafurðir.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skýrsla sýnir tap neytenda af tollvernd

tollvernd neytendur

Ríkisstjórnin fjallaði í morgun um skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar, sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Útboðsgjald fyrir tollkvóta ólögmætur skattur

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp dóma í þremur málum sem vörðuðu innflutning landbúnaðarafurða. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innnes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA krefst endurgreiðslu útboðsgjaldsins

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu bréf og farið fram á að útboðsgjald á tollkvóta fyrir búvörur, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt í andstöðu við stjórnarskrá, verði endurgreitt þeim fyrirtækjum sem ekki hafa þegar nýtt innflutningsheimildir sínar.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA ítrekar kröfu um endurgreiðslu ólögmæts útboðsgjalds

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu bréf til að ítreka kröfu sína frá því í síðustu viku, um að ráðuneytið endurgreiði innflytjendum búvöru útboðsgjald vegna tollkvóta, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ólögmætt og í andstöðu við stjórnarskrá.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðuneyti hafnar án rökstuðnings kröfu um endurgreiðslu útboðsgjalds

Atvinnuvegaráðuneytið hefur hafnað kröfu þriggja innflutningsfyrirtækja um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna tollkvóta á búvörum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðuneyti rökstyður ákvörðun sína – og þó ekki

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent innflutningsfyrirtækjum og Félagi atvinnurekenda bréf og beðist afsökunar á að hafa ekki rökstutt þá ákvörðun sína að hafna endurgreiðslu á útboðsgjaldi vegna innflutningskvóta á búvörum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Óboðleg stjórnsýsla atvinnuvegaráðuneytisins

ólafur Stöð2Stöð 2, Bylgjan og Vísir fjölluðu um helgina um stjórnsýslu atvinnuvegaráðuneytisins, sem enn neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum útboðsgjald vegna tollkvóta á búvörum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst 17. marz síðastliðinn að þeirri niðurstöðu að gjaldið væri ólögmætt og í andstöðu við stjórnarskrá.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Af hverju lækkar ríkið aðra tolla en hækkar matartollana? „][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkið hækkar matartollana

Atvinnuvegaráðuneytið hefur hækkað tolla, sem leggjast á innflutningskvóta á búvörum samkvæmt WTO-samningnum, um ríflega 7%. Tollarnir vega þungt í verðmyndun innfluttrar búvöru og hækkun þeirra mun því að öllum líkindum þýða verðhækkun til neytenda.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA óskar upplýsinga um tollahækkunina

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu erindi og farið fram á upplýsingar um nýlega hækkun á matartollum.[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Lestu meira um tollaskýrslu FA“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollar á mat lækki um helming, falli alveg niður á alifugla- og svínakjöti

Tollamartixa 20.10Félag atvinnurekenda leggur til að tollar á innfluttum búvörum verði lækkaðir um helming. Tollvernd fyrir svína- og alifuglakjöt verði afnumin að fullu, svo og tollar á ýmsum öðrum vörum sem ekki keppa við innlenda búvöruframleiðslu.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Talað fyrir daufum eyrum um tollalækkanir

FMatarkarfajöldi stofnana og nefnda á vegum stjórnvalda hefur á undanförnum árum skilað tillögum um að lækka eða afnema tolla á innfluttar búvörur. Allar hafa þær talað fyrir daufum eyrum, enda hafa stjórnvöld kerfisbundið hunsað allar slíkar tillögur. Farið er yfir þær helstu í nýrri skýrslu FA um matartolla.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skömmtunarkerfi í innflutningi skaðar samkeppni

Innflutt kjötSkömmtunarkerfi í innflutningi með úthlutun svokallaðra tollkvóta, heimilda til að flytja inn takmarkað magn af búvörum á lægri tollum en ella, leiðir af sér margvíslegar samkeppnishindranir og óhagræði, jafnt fyrir innflutningsfyrirtæki sem neytendur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Félags atvinnurekenda um matartolla.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kynning á skýrslu um matartolla – myndir

Tollaskýrsla 24Skýrsla Félags atvinnurekenda, Matartollar: Verndarstefna eða samkeppni og valfrelsi neytenda? var kynnt á fundi í hádeginu í gær, miðvikudag. Viðstaddir voru stjórnarmenn í FA, forsvarsmenn ýmissa matvælainnflutningsfyrirtækja, þingmenn og fjölmiðlar.[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Lestu meira um tolla á ís og frostpinna“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Einn matartoll mátti afnema: Lagt til að mjólkurlaus ís verði tollfrjáls

ÍsFjármálaráðherra hefur lagt til við Alþingi að tollar verði felldir niður af nokkrum tegundum af mjólkurlausum ís. Þetta kemur fram í bandorminum svokallaða sem fylgir fjárlagafrumvarpi ársins og er jafnframt eina tillaga ráðherra um að tollar af mat verði lækkaðir eða felldir niður. Frumvarpið er til fyrstu umræðu á Alþingi í dag.[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Lestu meira um snakktollinn og afnám hans“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Afnámi snakktolls fagnað – en hvers á Pringlesið að gjalda?

PringlesMeirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt til í nýju nefndaráliti að tollar verði felldir niður af snakki, þar með töldu kartöflunasli. Snakkið ber ofurtoll, eða 59%, og hefur FA barist fyrir afnámi snakktollsins um árabil.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Neytendur myndu spara yfir 160 milljónir á niðurfellingu snakktolls – hvað verndar sá tollur?

Tollað-snakkSnakk er bara snakk. Eða er það ekki annars? Er það eitthvað annað en smekkur neytandans eða dagsformið sem ræður því hvort fólk grípur maísflögur úr snakkhillunni eða kartöfluflögur? Og ætli sé allur munur á því fyrir neytandann hvort kartöfluflögurnar eru búnar til úr sneiddum kartöflum, flögum eða kartöflumjöli?[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þingnefndin lætur undan þrýstingi – þingmaður flytur tillögu um afnám snakktolls í eigin nafni

PringlesMeirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur dregið til baka breytingartillögu sína við frumvarp um ýmsar forsendur fjárlaga, þess efnis að 59% tollur á innflutt kartöflusnakk verði felldur niður. Þetta er gert vegna þrýstings frá innlendum snakkframleiðendum, en Samtök iðnaðarins hafa til dæmis mótmælt afnámi tollsins.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Aukinn stuðningur við tillögu um afnám snakktolls

IMG_55201Sigríður Á. Andersen alþingismaður hefur lagt fram á nýjan leik tillögu sína um afnám ofurtolls á innflutt kartöflusnakk. Í hópinn hafa nú bæst sex aðrir flutningsmenn úr fjórum flokkum. Stuðningur við málið virðist víðtækur í þinginu.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Afnám snakktollsins samþykkt – áfram látið reyna á lögmæti hans fyrir dómi

Tollað-snakkAlþingi samþykkti síðastliðinn laugardag tillögu Sigríðar Á. Andersen og sex annarra þingmanna um að afnema 59% toll á innfluttu kartöflusnakki. Tollurinn fellur úr gildi 1. janúar 2017. Félag atvinnurekenda fagnar þessari niðurstöðu.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Afnám snakktollsins samþykkt – áfram látið reyna á lögmæti hans fyrir dómi

Tollað-snakkAlþingi samþykkti síðastliðinn laugardag tillögu Sigríðar Á. Andersen og sex annarra þingmanna um að afnema 59% toll á innfluttu kartöflusnakki. Tollurinn fellur úr gildi 1. janúar 2017. Félag atvinnurekenda fagnar þessari niðurstöðu.[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Er aukinn innflutningur búvöru hættulegur? Færu tollalækkanir í vasa kaupmanna en ekki neytenda? Lestu meira“][vc_column_text]

Innflutt kjöt stenst strangar heilbrigðiskröfur

b0d8e8f5906e3f4d1Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, var í viðtali á Bylgjunni í morgun og brást þar meðal annars við hræðsluáróðri Haraldar Benediktssonar, alþingismanns og fyrrverandi formanns Bændasamtakanna, um að innflutt kjöt væri lakari vara en það íslenska, meðal annars vegna meiri lyfjanotkunar í landbúnaði ESB-ríkja.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text]

Færi tollalækkun í vasa verslunarinnar?

b0d8e8f5906e3f4d1Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur svarað bæði í Bylgjunni og RÚV þeim ásökunum formanns Bændasamtakanna að talsmenn verslunarinnar beiti blekkingum í umræðunni um tollvernd búvara. Sindri Sigurgeirsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafa haldið því fram að verslunin taki of mikið til sín af verði innfluttra vara og ekki megi draga úr tollvernd á búvörum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text]

Af hverju er innflutta kjötið dýrt?

SvínakjötÁ Búnaðarþingi í byrjun mánaðarins sakaði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, talsmenn verzlunarinnar um að beita blekkingum þegar þeir töluðu fyrir lækkun tolla á innfluttar búvörur. Í viðtali við RÚV sagði hann að verzlunin þættist tala fyrir hag neytenda, en tölurnar sýndu annað. Þrátt fyrir stóraukinn innflutning á kjöti hefði verð hækkað.[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Er munur á tollum á mat og tollum á aðrar vörur? Lestu meira“][vc_column_text]

Matartollar og fatatollar

Innfluttar-skinkurBúvöruframleiðendur á Íslandi eru verndaðir fyrir erlendri samkeppni með gríðarháum tollum. Samkvæmt WTO-samningnum og samningi við Evrópusambandið má þó flytja inn örlítið brot af innanlandsneyzlu á lægri tollum þannig að innflutningur sé á samkeppnisfæru verði.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text]

Einhliða tollalækkun er engin fásinna

Innfluttar-skinkurYfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um að áformað sé að fella niður tolla á fötum og skóm um næstu áramót og tolla af öllum öðrum vörum nema matvöru fyrir árið 2017, marka mikil tímamót í íslenzkri verzlunarsögu.[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Af hverju eru verndartollar á vörum sem eru ekki framleiddar á Íslandi?“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA fær aðgang að gögnum ráðuneytis

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að afhenda Félagi atvinnurekenda aðgang að gögnum og fundargerðum ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara vegna tillögu nefndarinnar til ráðherra um að gefa út opinn innflutningskvóta á ógerilsneyddri, lífrænni mjólk vorið 2014.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollar á innflutningi þrátt fyrir sveppaskort

Stöð 2 fjallaði í gærkvöldi um skort á sveppum á innanlandsmarkaði. Þrátt fyrir skortinn hefur atvinnuvegaráðuneytið ekki sinnt lögbundinni skyldu sinni að fella niður tolla á innfluttum sveppum þegar þannig háttar til. Félag atvinnurekenda gagnrýnir þetta.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hvað vernda tollar?

Hvað verndar 30% tollur á sætar kartöflur, sem ekki eru ræktaðar á Íslandi? Hvað verndar 76% tollur á franskar kartöflur, sem eru framleiddar á Íslandi í mjög smáum stíl og að stærstum hluta úr innfluttu hráefni? Hvað verndar 30% verðtollur og 430 króna viðbótartollur á hvert kíló af Parmesanosti, sem á sér enga hliðstæðu í íslenzkri ostaframleiðslu?[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Lestu meira um tollasamninginn við ESB“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Nýir tollkvótar lágt hlutfall innanlandsneyslu

Auknir tollkvótar fyrir búvörur, sem samið hefur verið um við Evrópusambandið, verða lágt hlutfall af innanlandsneyslu landbúnaðarvara, jafnvel þegar stækkun þeirra verður að fullu komin til framkvæmda árið 2020.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hagur neytenda að fella tollmúra

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda seg­ir ís­lensk­an al­menn­ing hafa mik­inn hag af auknu frelsi í viðskipt­um með kjötvör­ur. Það sé hag­ur neyt­enda að sem fæst­ar hindr­an­ir séu í vegi milli­ríkjaviðskipta.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Takmörkuð fríverslun á grunni samnings við ESB

Ýmiss konar hræðsluáróður er nú færður fram gegn nýlegu samkomulagi Íslands og Evrópusambandsins um aukna fríverslun með landbúnaðarafurðir. Nýjasta dæmið er ályktun stéttarfélagsins Framsýnar, þar sem látið er að því liggja að fjöldi starfa geti tapast í matvælaiðnaði vegna aukins innflutnings búvöru.[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][/vc_accordion][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]