Athygli vakin á stöðu gengislána

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA beitti sér fyrir því á árinu að vekja athygli á stöðu gengislána fyrirtækja og reyna að ýta við umræðum um hvernig mætti vinda ofan af þeim vanda. Í mars var haldinn opinn félagsfundur um gengislánin.

Samkvæmt úttekt sem unnin var fyrir FA fyrir þann fund var um þriðjungur gengislána fyrirtækja enn í ágreiningi, sjö árum eftir hrun og að föllnum um 200 dómum í héraðsdómi og yfir 70 Hæstaréttardómum.

FA hélt áfram að vekja athygli á málinu í greinum og viðtölum í fjölmiðlum. Undir lok ársins var birt könnun meðal fyrirtækja, sem Gallup vann fyrir félagið. Þar kom fram að um helmingur fyrirtækja sem tekið hafa gengislán hefur átt í ágreiningi við fjármálastofnun um lánið. Af þeim fyrirtækjum sem hafa átt í ágreiningi telja 23% að hann sé enn með öllu óleystur.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þriðjungur gengislána fyrirtækja enn í ágreiningi

Fundir vegna gengislánaFélag atvinnurekenda hélt í morgun vel sóttan fund um stöðu gengislána íslenskra fyrirtækja. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, fór í erindi sínu yfir upplýsingar sem teknar hafa verið saman af hópi hagfræðinga og lögfræðinga um stöðu lánanna og þróun dóma í Hæstarétti.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fáum við betri upplýsingar um gengislán?

Útlendir seðlarSamtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa dregið í efa tölur í úttekt, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um stöðu gengistryggðra lána bankanna, sem enn eru í ágreiningi. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú bankar og lántakendur eru enn að takast á um 547 milljarða króna.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sér ekki fyrir endann á gengislánavanda

PeningarFélag atvinnurekenda vakti síðastliðið vor athygli á stöðu gengislána fyrirtækja. Sjö árum eftir hrun, að gengnum um 200 héraðsdómum og 70 Hæstaréttardómum um gengislán, er enn ágreiningur um gríðarlegar fjárhæðir á milli bankanna og fyrirtækja sem tóku gengislán fyrir hrun. Þessi staða stendur mörgum fyrirtækjum fyrir þrifum og dregur úr þeim kraftinn til sóknar og fjárfestinga.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Miklir hagsmunir undir í Atlantsolíumálinu 

AtlantsolíaMál Atlantsolíu gegn Landsbankanum vegna gengisláns verður endurflutt fyrir Hæstarétti kl. 13 í dag. Málið snýst um hvort nógu lítill aðstöðumunur hafi verið á milli fyrirtækisins og bankans til að bankinn geti krafið Atlantsolíu um viðbótarvexti af láninu. Málið var flutt fyrir Hæstarétti 10. september en er nú endurflutt að beiðni réttarins, sem hefur fjölgað dómurum úr þremur í fimm.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Helmingur fyrirtækja með gengislán hefur átt í ágreiningi við bankann

Gengislán-ágreiningurEnn er óleyst úr ágreiningi margra fyrirtækja við lánastofnanir vegna gengislána, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Félag atvinnurekenda í nóvember og desember. Könnunin var gerð með svokölluðum fyrirtækjavagni sem náði til 455 fyrirtækja. Af þeim eru rúm 27% með lán í erlendri mynt eða höfðu verið með slíkt lán undanfarin sjö ár. Af stærri fyrirtækjunum, þ.e. með veltu yfir 1.000 milljónir, voru 57% með gengislán eða höfðu verið með slíkt lán.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]