Örnámskeið í apríl og maí: Krísustjórnun, veikindaréttur og neytendamál

Félag atvinnurekenda heldur þrjú örnámskeið fyrir félagsmenn í apríl og maí. Örnámskeiðin okkar hafa notið mikilla vinsælda, en þau fara fram á Teams og taka aðeins hálftíma. Fyrst er 20 mínútna fyrirlestur um gagnlegt efni og síðan 10 mínútur fyrir spurningar og svör. Námskeiðin eru einkum ætluð stjórnendum. Við val á umfjöllunarefnum er höfð hliðsjón […]

Áfram unnið að því að bæta vörudreifingu í miðborginni

Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Félags atvinnurekenda, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og íbúasamtaka miðborgarinnar fóru í morgun í vettvangsferð um miðborgina til að skoða aðstæður til vörudreifingar til verslana, veitinga- og gististaða og ræða leiðir til að greiða enn frekar fyrir skilvirkri vörudreifingu. Vettvangsferðir af þessu tagi eru liður í samstarfi borgarinnar, FA og fleiri félagasamtaka um að greiða götu […]

Farsæl hagræðing í kjötiðnaði innan ramma samkeppnislaga

Grein Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA á Vísi 18. apríl 2024 Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Í Bændablaðinu í síðustu viku var rætt við ýmsa þá sem telja gagn að lagabreytingunni, þar […]

Félagsmaður vikunnar: Gerum betur

Margrét Reynisdóttir hefur í 22 ár rekið starfsþróunarfyrirtækið Gerum betur, sem er félagsmaður vikunnar. Nýjasta afurð fyrirtækisins er bókin Do´s & Don´ts When Welcoming Foreign Guests sem gefur innsýn í mikilvæga þætti í samskipti við erlenda gesti frá Evrópu, Ameríku og ýmsum Asíulöndum. Skoðaðu story highlights á Instagramminu okkar (atvinnurekendur) til að kynnast betur Gerum […]

Beitir nýr matvælaráðherra sér fyrir afnámi ólaganna?

Grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra FA, Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Vísi 10. apríl 2024. VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda sendu í síðustu viku erindi til matvælaráðherra (sem þá var Katrín Jakobsdóttir) og fóru fram á að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin um víðtæka undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum […]

Samkeppni í sjóflutningum – hvað gerist næst?

Grein Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA á Vísi 9. apríl 2024 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa síðastliðið haust og háar sektir, sem lagðar hafa verið á Samskip og Eimskip fyrir ólögmætt samráð, vöktu mikla athygli. Sama má segja um úttekt, sem Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin um samfélagslegt tjón af samráðinu. Niðurstaðan var […]

Birta Sif nýr lögfræðingur FA

Birta Sif Arnardóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og hóf störf nú í vikunni. Hún verður í hlutastarfi fyrstu vikurnar. Birta kemur í stað Guðnýjar Hjaltadóttur, sem verið hefur lögfræðingur hjá FA undanfarin sex ár en fer nú til starfa hjá Samtökum iðnaðarins. Birta er tæplega þrítug. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá […]

Ráðherra beiti sér fyrir afnámi laga um undanþágu afurðastöðva frá samkeppnislögum

FA, VR og Neytendasamtökin hafa sent Katrínu Jakobsdóttur, starfandi matvælaráðherra, erindi vegna nýsamþykkra laga um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum. Samtökin leggja til að ráðherra beiti sér fyrir ógildingu laganna, sem líkleg séu til að brjóta gegn bæði EES-samningnum og stjórnarskrá Íslands. Í erindinu benda samtökin þrenn á að ráðherra hafi verið í lykilstöðu til að hafa […]

Samningar FA við iðnaðarmenn samþykktir

Tveir kjarasamningar FA við iðnaðarmenn innan Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið samþykktir og gilda því frá 1. febrúar sl. Stjórn FA samþykkti samningana fyrir sitt leyti á fundi sl. þriðjudag. Í dag lauk kosningu um kjarasamningana. Samningur við RSÍ vegna rafiðnaðarmanna var samþykktur með tæplega 74% atkvæða, en kjörsókn var 34,6%. Samningur FA og SÍA við […]

Að vera eða vera ekki í samkeppni við sjálfa sig

Grein Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA á Vísi 27. mars 2024 Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. Staðan sögð erfið vegna innflutningsÞannig segir í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar með hinu nýja frumvarpi, sem […]

Ekki klúðra samningum við ríkisstarfsmenn

„Endahnútur“ Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA í Viðskiptablaðinu 27. mars 2024. Sjálfsagt hafa fleiri en greinarhöfundur orðið hissa þegar Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra VG og núverandi formaður Bandalags háskólamanna, lýsti því yfir í viðtali við RÚV að launajöfnuður á Íslandi hefði gengið of langt. Kolbrún sagðist ekki vilja krónutöluhækkanir og að millitekju- og efri millitekjuhópar hefðu […]

Félagsmaður vikunnar: Nói Síríus

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir er forstjóri Nóa Síríus, sem er félagsmaður vikunnar. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í sælgætisframleiðslu á Íslandi í meira en 100 ár og fá fyrirtæki eru eins nátengd páskunum í huga landsmanna. Skoðaðu story highlights á Instagrammi FA til að kynnast Nóa Síríus og fleiri félagsmönnum FA!