Bann við innflutningi ferskvöru fellt úr gildi

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA hélt áfram baráttu sinni fyrir lækkun tolla og breyttri framkvæmd á úthlutun tollkvóta fyrir búvörur. Í upphafi árs andmælti félagið harðlega fjölgun útboða tollkvóta, sem leiddi af sér ýmislegt óhagræði fyrir innflytjendur og hækkun útboðsgjalds. Atvinnuvegaráðuneytið brást við með því að fækka útboðunum á ný.

Aðildarfyrirtæki FA stefndu ríkisvaldinu á ný vegna ólögmætrar álagningar útboðsgjalds á tollkvóta og höfðu í annað sinn betur fyrir héraðsdómi.

Þá benti FA á kostnað og óhagræði sem innflytjendur og neytendur verða fyrir vegna þess að ríkisvaldið tregðast til að opna innflutningsheimildir á lægri tollum, jafnvel þótt skortur sé á viðkomandi vöru innanlands.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lítil hætta á að sýklalyfjaónæmar bakteríur berist í fólk úr búfjárafurðum

Lítil hætta er talin á að bakteríur, sem ónæmar eru fyrir sýklalyfjum, berist í fólk með neyslu búfjárafurða, þar sem þær eru yfirleitt soðnar eða steiktar fyrir neyslu. Þetta er á meðal niðurstaðna starfshóps heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Hópurinn gerir engar tillögur um takmarkanir á innflutningi búvara til að stemma stigu við sýklalyfjaónæmi. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í dag og voru niðurstöðurnar kynntar á ráðstefnu Matvælastofnunar.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skortur á svína- og nautakjöti: Frystiskyldan hægir á aukningu framboðs

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út svokallaða opna tollkvóta vegna skorts á bæði svína- og nautakjöti frá innlendum framleiðendum. Heimilt er að flytja inn annars vegar svínasíður og hins vegar nautahakkefni á lægri tolli en ella í ótakmörkuðu magni, en aðeins í skamman tíma, til septemberloka. Skortkvótarnir eru á lægri tollum en ella, en innlend framleiðsla nýtur þó áfram umtalsverðrar verndar. Skortvótarnir eru til þess hugsaðir …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra

Ekki eru haldbær rök fyrir því að innflutningur á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra. Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ferskvaran og vísindin

Eftir fáeina mánuði munu bæði Hæstiréttur og EFTA-dómstólinn að öllum líkindum úrskurða bann við innflutningi ferskrar búvöru; kjöts, eggja og vara úr ógerilsneyddri mjólk, ólögmætt og í andstöðu við EES-samninginn. Viðkomandi dómsmál eru tilkomin eftir að íslenzka ríkið gekk á bak samningum sínum við Evrópusambandið um að heilbrigðislöggjöf þess á sviði landbúnaðar yrði tekin upp í EES-samninginn og þannig yrði frjálst flæði ferskrar búvöru á öllu svæðinu.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Í alvöru?

Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

EFTA-dómstóllinn: Bann við innflutningi á fersku kjöti og eggjum í andstöðu við EES

EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg komst í morgun að þeirri niðurstöðu að bann íslenskra stjórnvalda við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk bryti í bága við EES-samninginn. Dómstóllinn felldi dóm í tveimur málum, sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) höfðaði gegn íslenska ríkinu og voru sameinuð í málflutningi fyrir dómstólnum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Pólitík brýtur lög

Þriðjudagurinn var viðburðaríkur í baráttunni fyrir meira frjálsræði í innflutningi búvöru til landsins. Annars vegar felldi EFTA-dómstóllinn þann dóm að núverandi bann við innflutningi á ferskvöru sé í andstöðu við EES-samninginn. Hins vegar dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið til að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum samtals um 355 milljóna króna útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Er innflutningur ferskvöru hættulegur?

Í umræðu um dóm EFTA-dómstólsins, þess efnis að bann við innflutningi á ferskum búvörum brjóti í bága við EES-samninginn, hefur ekki verið neinn hörgull á hrakspám um að slíkur innflutningur muni hafa afar neikvæð áhrif á heilsu fólks og búfénaðar. Fyrr á árinu bað Félag atvinnurekenda ráðgjafarfyrirtækið Food Control Consultants að vinna fyrir sig skýrslu um hugsanleg heilbrigðisáhrif af afnámi bannsins. Niðurstaða skýrsluhöfunda, byggð á langri reynslu og nýjustu vísindarannsóknum, er þvert á móti að ekki séu haldbær rök fyrir því að innflutningur á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Veik vísindaleg rök fyrir frystiskyldunni

Ólafur Valsson, annar höfunda skýrslu sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda um heilbrigðisáhættu vegna innflutnings búvara, var meðal frummælenda á málþingi Landbúnaðarháskóla Íslands og Bændasamtakanna sem haldið var á Hvanneyri í lok nóvember. Á málþinginu var fjallað um afleiðingar dóms EFTA-dómstólsins, um að bann við innflutningi á fersku kjöti og eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk brjóti í bága við EES-samninginn. Fjallað er um málþingið í Bændablaðinu, sem kom út í gær.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]