Barátta við ríkisrisann á póstmarkaði

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Þótt Íslandspóstur hefði á árinu 2019 dregið sig út úr ýmsum samkeppnisrekstri, hélt ríkisfyrirtækið áfram að valda skaða á samkeppnismörkuðum. FA barðist m.a. hart gegn áformum Íslandspósts um að ganga á milli bols og höfuðs á einkareknum póstsöfnunarfyrirtækjum og gegn undirverðlagningu á pakkagjaldskrá félagsins, sem bitnaði hart á vörudreifingarfyrirtækjum víða um land.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fíll í postulínspóstverzluninni

Talsverðar breytingar hafa orðið hjá Íslandspósti ohf. undanfarna mánuði, eftir að skipt var um forstjóra í fyrirtækinu. Rangar ákvarðanir, ekki sízt um alls kyns ævintýri í samkeppnisrekstri, keyrðu Póstinn í þrot og skattgreiðendur þurftu að bjarga fyrirtækinu með milljarðaframlagi. Nýr forstjóri hefur skorið niður kostnað, selt dótturfyrirtæki sem voru í samkeppnisrekstri við t.d. prentsmiðjur, gagnageymslur og fraktmiðlara og boðað að hætt verði að selja sælgæti, gjafavöru, leikföng, bækur, ritföng og minjagripi í samkeppni við verzlanir. Er Pósturinn …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

PFS: Íslandspóstur sýni fram á að gjaldskráin sé lögleg

Félag atvinnurekenda fagnar því að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) tekur undir þau sjónarmið, sem framkvæmdastjóri félagsins setti fram í grein á vef Fréttablaðsins í síðustu viku; að óvíst sé að ný gjaldskrá Íslandspósts fyrir pakkasendingar standist lög um póstþjónustu.

Í grein Ólafs Stephensen var rakið hvernig gjaldskrá Íslandspósts (ÍSP) hækkaði um áramótin lítið eitt á höfuðborgarsvæðinu en lækkaði …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hvítþvegnir englar?

Félag atvinnurekenda hefur farið fremst í flokki þeirra sem gagnrýnt hafa samkeppnishætti Íslandspósts ohf. Ríkisfyrirtækið hefur verið í harðri samkeppni við einkafyrirtæki, oft á sviðum sem hafa ekkert með póstþjónustu að gera. Uppruni fjármagns sem fjárfest hefur verið í samkeppnisrekstrinum hefur verið á huldu – ekki einu sinni Ríkisendurskoðun virðist geta svarað því með afgerandi hætti hvort það fé hafi komið úr einkaréttarrekstri fyrirtækisins …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Íslandspóstur sektaður fyrir brot á sátt við Samkeppniseftirlitið

Samkeppniseftirlitið (SE) hefur, í kjölfar kvartana Félags atvinnurekenda, sektað Íslandspóst ohf. um fimm milljónir króna vegna brota ríkisfyrirtækisins á sátt sem það gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2017. Íslandspóstur viðurkennir brot sín og gengst undir sektina, samkvæmt sátt sem gerð var við samkeppnisyfirvöld í desember síðastliðnum, en áður hafði fyrirtækið neitað því eindregið að hafa brotið gegn sáttinni frá …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkisfyrirtæki stöðvað í að drepa samkeppni

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur tekið bráðabirgðaákvörðun, þar sem Íslandspóstur er stöðvaður í  áformum sínum um að fella niður magnafslætti af reglubundnum viðskiptum. Hefðu þau áform gengið eftir 1. september næstkomandi eins og Pósturinn áformaði, hefðu tveir keppinautar Póstsins, póstsöfnunarfyrirtækin Póstmarkaðurinn og Burðargjöld, neyðst til að hætta starfsemi. Félag atvinnurekenda fagnar því þessari ákvörðun en lýsir um leið mikilli furðu …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Niðurgreidd samkeppni Íslandspósts

Íslandspóstur ohf., sem fengið hefur vel á annan milljarð króna frá skattgreiðendum á síðustu misserum til að bjarga sér frá greiðsluþroti, fékk 250 milljónir króna úr ríkissjóði í upphafi ársins til að mæta fyrirfram mögulegri byrði fyrirtækisins af alþjónustu, en undir hana falla bæði bréfa- og pakkasendingar upp að ákveðnu marki. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, sagði í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag að fyrirtækið þyrfti meiri peninga frá …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Póstpólitík

Það kom ekki sérstaklega á óvart að forstjóri Íslandspósts hefði sagt starfi sínu lausu, eins og tilkynnt var í byrjun vikunnar. Birgir Jónsson hefur gert marga nauðsynlega hluti hjá ríkisfyrirtækinu, eins og að fækka starfsmönnum, selja dótturfyrirtæki í samkeppnisrekstri og hætta ýmissi starfsemi sem ríkið átti alveg augljóslega ekki að vera að vasast í, eins og að selja leikföng , sælgæti og ritföng í samkeppni við einkaaðila. Það vakti klárlega vonir að forstjóri ríkisfyrirtækis …[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/VMvS0s5DyVM“ title=“Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa“][vc_video link=“https://youtu.be/agXGTFI9HaE“ title=“Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar“][vc_video link=“https://youtu.be/akrNMpMA3og“ title=“Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar“][vc_video link=“https://youtu.be/lKDytYJNM7A“ title=“Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie“][/vc_column][/vc_row]