Baráttan fyrir frjálsum viðskiptum á áfengismarkaði

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Félagið hélt áfram baráttu sinni fyrir viðskiptafrelsi á áfengismarkaði. FA lagði sem fyrr áherslu á mikilvægi heildarendurskoðunar á löggjöf um áfengismarkaðinn.

Félagið benti á að löggjöf um viðskipti með áfengi væri orðin úrelt og götótt. Í orði kveðnu hefði ríkið einkarétt á smásölu áfengis, en í raun væru margar leiðir framhjá þeim einkarétti. Þá væru áfengisauglýsingar í orði kveðnu bannaðar, en engu að síður sýnilegar neytendum í íslenskum og erlendum fjölmiðlum og alþjóðlegum samfélagsmiðlum. Full ástæða væri til að breyta lögum, heimila bæði áfengisauglýsingar og smásölu einkaaðila á áfengi og setja um leið reglur um starfsemi, sem í dag fer fram fyrir allra augum án þess að um hana gildi neinar reglur af því að löggjöfin gerir ráð fyrir að hún sé bönnuð.

FA átti í talsverðum samskiptum við stjórnvöld til að reyna að eyða óvissu um lagalega stöðu netverslunar með áfenga drykki, sem færðist í aukana á árinu. Félagið benti á að stjórnvöldum bæri skylda til að veita skýr svör til að eyða óvissu og tryggja fyrirsjáanleika í viðskiptum.

Illa gekk að fá skýr, efnisleg svör frá dómsmálaráðuneytinu en það lýsti hins vegar vilja sínum til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, sem er mál sem FA hefur síðan fylgt eftir.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA vill útvíkka heimild til sölu áfengis á framleiðslustað

Félag atvinnurekenda leggur í umsögn til Alþingis til að heimild áfengisframleiðenda til að selja vörur sínar til neytenda á framleiðslustað, líkt og lagt er til í frumvarpi dómsmálaráðherra, verði útvíkkuð. Ekki verði stærðarmörk á því hvaða framleiðendur megi selja vöru sína beint og ekki heldur gert upp á milli bjórs og sterkara áfengis. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Villta vestrið í áfengissölu eða lög og reglur um frjálsan markað?

Samkvæmt laganna hljóðan hefur Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins (ÁTVR) einkarétt á smásölu áfengis á Íslandi. Í raun er þó farið að kvarnast býsna mikið úr ríkiseinokuninni. Um árabil hefur almenningur getað keypt áfengi af netverzlunum í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem hafa sent áfengi hingað til lands. Við lögmæti þeirrar verzlunar er að mati stjórnvalda ekkert að athuga. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA vill skýr svör um lögmæti netverslana með áfengi

Félag atvinnurekenda hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi, þar sem farið er fram á skýr svör ráðuneytisins um lögmæti vefverslunar með áfengi. Í bréfi FA er vísað til vefverslana með áfengi, sem hafa byrjað starfsemi að undanförnu. Þar á meðal eru Bjórland, sem selur innlendan bjór, Sante Wines, sem selur einkum innflutt áfengi en einnig innlendar vörur og Nýja vínbúðin, sem selur einnig innlendan bjór í bland við innflutt áfengi. …

…[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kemur í hlut dómsmálaráðuneytisins að svara spurningum FA um lögmæti netverslunar með áfengi

Félag atvinnurekenda ítrekaði í síðustu viku erindi sitt til fjármálaráðuneytisins, þar sem farið var fram á skýr svör um lögmæti netverslunar með áfengi. Fjármálaráðuneytið hefur nú áframsent erindið á dómsmálaráðuneytið, en FA telur brýnt að fá hið fyrsta skýr svör um afstöðu stjórnvalda til netverslunar með áfenga drykki. Slík verslun fer nú fram með ýmsu formi og hugsa æ fleiri fyrirtæki sér til hreyfings á þessum nýja markaði.  …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Erindi FA um lögmæti netverslunar með áfengi enn ósvarað

Erindi Félags atvinnurekenda til stjórnarráðs Íslands um lögmæti netverslunar með áfengi er enn ósvarað, meira en mánuði eftir að fjármálaráðuneytinu var fyrst sent erindi og meira en tveimur vikum eftir að það ráðuneyti áframsendi erindi FA til dómsmálaráðuneytisins eftir ítrekun. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA vill eyða óvissu varðandi netverslun með áfengi

Félag atvinnurekenda hefur ítrekað við dómsmálaráðuneytið erindi sitt til stjórnvalda um að þau gefi fyrirtækjum sem starfa á áfengismarkaði eða hafa hug á að hefja þar starfsemi skýra leiðbeiningu um lögmæti netverslunar með áfengi. Rúmlega átta vikur eru frá því að FA sendi fjármálaráðuneytinu fyrst erindi um málið. Rúmum tveimur vikum síðar var því vísað til dómsmálaráðuneytisins, sem ekki hefur gefið nein svör. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðuneytið lætur lykilspurningum ósvarað – en vill heildarendurskoðun á áfengislögum

Dómsmálaráðuneytið hefur svarað fyrirspurn Félags atvinnurekenda, sem upphaflega var beint til fjármálaráðuneytisins 9. ágúst, um lögmæti netverslunar með áfengi. Af svari ráðuneytisins má ráða að það telji innlenda netverslun með áfengi óheimila án lagabreytingar. Spurningum FA um önnur form netverslunar, til að mynda þegar netverslun er skráð í öðru ríki Evrópska efnahagssvæðsins en afhendir vörur beint úr vöruhúsi á Íslandi, er ekki svarað í bréfi ráðuneytisins. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA og frjáls áfengismarkaður

Pistill „Týs“ í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins bendir til að dálkahöfundurinn hafi eitthvað misskilið baráttu Félags atvinnurekenda fyrir frjálsum viðskiptum með áfengi. „Týr“ staðhæfir að FA hafi „beitt sér gegn öllum þeim breytingum sem lagðar hafa verið fram á áfengislögum síðastliðinn áratug eða svo.“ …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Áfengislög að hluta marklaus bókstafur

Félag atvinnurekenda hefur sent Jóni Gunnarssyni innanríkisráðherra erindi og hvatt ráðherrann til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, enda séu boð hennar og bönn orðin götótt og lögin að hluta til marklaus bókstafur. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column]

[vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]