Baráttan fyrir lækkun fasteignaskatta bar árangur

[vc_row 0=““][vc_column 0=““ width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Eitt af helstu baráttumálum FA á árinu var lækkun fasteignaskatta fyrirtækja, en með gífurlegum hækkunum fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækja vegna húsnæðis þyngst mjög.

Eitt af aðildarfyrirtækjum FA stefndi Reykjavíkurborg og Þjóðskrá vegna álagningar og útreiknings fasteignagjalda og heldur sá málarekstur áfram á nýju ári.

Félagið sendi ennfremur sveitarfélögum, þar sem aðildarfyrirtæki starfa, erindi á haustmánuðum og hvatti þau til að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda. Þessi barátta bar árangur þar sem mörg sveitarfélög ákváðu að lækka álagningarhlutfallið. Það stakk þó í augu að það stærsta, Reykjavíkurborg, heldur skattinum áfram í lögleyfðu hámarki og er nú eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um slíka skattpíningu gagnvart fyrirtækjum. [/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þjóðskrá og Reykjavíkurborg stefnt vegna fasteignagjalda

Fyrirtæki innan raða Félags atvinnurekenda, sem þurfti að taka á sig tvöföldun fasteignagjalda á árunum 2014-2017, hefur stefnt Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings fasteignamats og álagningar fasteignagjalda.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skattaeilífðarvélin

Í  byrjun mánaðarins var frá því greint að fasteignamat atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2019 hefði hækkað um 15% frá yfirstandandi ári. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja er staðsettur, hækkar matið um 17,2% milli ára. Á árunum 2014-2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 65,2%. Að sama skapi þyngist skattbyrði …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sveitarfélögin leggi sitt af mörkum til farsællar niðurstöðu í kjaraviðræðum

Félag atvinnurekenda hefur ritað ýmsum stærri sveitarfélögum, þar sem aðildarfyrirtæki þess starfa, bréf og hvatt til þess að álagningarprósenta fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði verði lækkuð í fjárhagsáætlunum fyrir komandi ár. Félagið bendir á að hækkun fasteignagjalda sé einn þeirra þátta sem valda nú verðbólguþrýstingi …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fimm milljarða skattahækkun á fyrirtæki á fimm árum

Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði á landinu öllu hafi hækkað úr um 18 milljörðum króna í 23 milljarða á síðustu fimm árum. Þetta samsvarar 29% hækkun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, gagnrýnir sveitarfélögin harðlega fyrir að hirða skattahækkanir sem orsakist af hækkunum fasteignamats …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fjögur af stærstu sveitarfélögunum lækka skatta á atvinnuhúsnæði

Fjögur af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hafa ákveðið að leggja til lækkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, samkvæmt framlögðum frumvörpum að fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir 2019. Fimmta stóra sveitarfélagið hefur til skoðunar að lækka skattprósentuna en eitt af stóru sveitarfélögunum, Akureyri, hefur enn ekki lagt fram fjárhagsáætlun.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Garðabær lækkar skatt á atvinnuhúsnæði – borgin ein eftir á höfuðborgarsvæðinu með skattinn í toppi

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gær breytingartillögu við fjárhagsáætlun árins 2019, þess efnis að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda, bæði á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Álagningarprósentan á atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,65% af fasteignamati í 1,63%. Garðabær er þá fimmta …[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/ikspTaXYSpA“ title=“Ólafur Adolfsson, lyfsali í Apóteki Vesturlands.“][vc_video link=“https://youtu.be/L-ZfEcvd9LA“ title=“Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova“][vc_video link=“https://youtu.be/6MUrCIuj9wI“ title=“Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Íslandi.“][/vc_column][/vc_row]