Baráttan fyrir lækkun matartolla

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Félagið hélt áfram baráttu sinni fyrir lækkun tolla á innfluttri matvöru. Meðal annars var unnin skýrsla á vegum FA um það hvernig mætti farar aðrar leiðir til að úthluta tollkvótum fyrir búvörur en að bjóða þá upp. Útboðsleiðin stuðlar að verðhækkun á innfluttum búvörum og étur upp ávinning neytenda af tollfrelsinu, sem samið hefur verið um í alþjóðasamningum.

Á árinu felldi Hæstiréttur þann dóm að útboðsgjaldið, sem ríkið hefur innheimt í tollkvótauppboðum, væri ólögmætt. Þrátt fyrir lagabreytingar telur FA að gjaldið sé enn ólögmætt og innflutningsfyrirtæki munu halda áfram að láta reyna á rétt sinn. Hæstiréttur féllst ekki á ólögmæti 59% tolls á kartöflusnakks, sem FA hefur lengi barist gegn. Alþingi samþykkti hins vegar afnám tollsins.

FA mótmælti einnig harðlega tillögum starfshóps sem landbúnaðarráðherra skipaði til að bregðast við samningi við ESB um lækkun tolla á búvörum og stækkun tollkvóta. Hópurinn var eingöngu skipaður fulltrúum ríkisins og innlendra framleiðenda. Neytendum og innflytjendum var ekki hleypt að borðinu, enda gengu flestar tillögur hópsins út á að vinda aftur ofan af þeim ávinningi sem samningurinn skilar neytendum.[/vc_column_text][vc_accordion active_tab=“1″ collapsible=“yes“ el_class=“valmynd“][vc_accordion_tab title=“Ólögmæti útboðsgjaldsins – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hæstiréttur: Ríkið endurgreiði ólögmætt útboðsgjald upp á hálfan milljarð

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum oftekin gjöld upp á um hálfan milljarð sem fyrirtækin voru krafin um vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum til Íslands. Var þar um að ræða valkvæða gjaldtöku við útboð innflutningsheimilda (tollkvóta) sem fór fram samkvæmt einhliða ákvörðun ráðherra.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sala á skattfrelsi er sýndarmennska

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis nýja skýrslu hagfræðinganna Þórólfs Matthíassonar og Arnar Ágústssonar um aðferðir við úthlutun tollkvóta fyrir búvörur samkvæmt alþjóðlegum samningum. Skýrslan var kynnt utanríkismálanefnd í síðustu viku, í tengslum við umræður um tollasamning Íslands og Evrópusambandsins, sem bíður staðfestingar þingsins.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þegar ráðherra leggur á skatta

Íslenska ríkið hefur í þjóðréttarlegum samningum sínum, helst við WTO og ESB, skuldbundið sig til að heimila innflutning á ákveðnum búvörum á lágum eða engum tollum. Er þetta, í það minnsta að nafninu til, gert til að stuðla að auknum neytendaábata sem fylgir meira vöruúrvali og lægra vöruverði. Íslenska ríkið hefur hins vegar haft þann háttinn á að bjóða tollkvótana upp og taka þannig sérstakt útboðsgjald af þeim sem flytja inn þessar vörur.[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Ofurtollar á snakki og frönskum – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hæstiréttur fellst ekki á ólögmæti snakktolls

Hæstiréttur felldi í dag dóma í málum þriggja fyrirtækja sem létu reyna á lögmæti 59% tolls á innflutt kartöflusnakk. Dómur héraðsdóms, þar sem ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækjanna um endurgreiðslu á tollinum, var staðfestur. Tollurinn verður hins vegar afnuminn um næstu áramót, samkvæmt ákvörðun Alþingis í desember.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Alþingi felli niður 76% toll á frönskum kartöflum

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu tveggja innflutningsfyrirtækja um að 76% tollur, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur, yrði dæmdur ólögmætur og endurgreiddur. Dómurinn féllst á þau rök íslenska ríkisins í málinu að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar, en ekki til að vernda innlenda framleiðslu.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kartöflur Kafka

Um áramót verða allir innflutningstollar á Íslandi aflagðir – nema á ýmsum tegundum matvöru. Stjórnmálamenn keppast við að segja okkur að tollvernd sé nauðsynleg til að vernda íslenzkan landbúnað og tryggja fæðuöryggi. Það er óhætt að segja að sú vernd tekur stundum á sig súrrelískar myndir.

[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“FA svarar rangfærslum um tollamál – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Illt er að reka svört svín í myrkri

Formenn félaga svína- og kjúklingaræktenda, þeir Ingimundur Bergmann og Björgvin Jón Bjarnason, skrifuðu dæmalausa grein í Kjarnann í gær um afstöðu Félags atvinnurekenda og undirritaðs til upprunamerkinga á matvælum. Óhætt er að segja að þar sé flestu snúið á haus sem á annað borð er hægt að hafa endaskipti á.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Vill FA „flytja allt inn“?

Sá ágæti blaðamaður Ingveldur Geirsdóttir skrifaði stuttan pistil í fimmtudagsblað Morgunblaðsins, þar sem ótrúlega mikið af rangfærslum komst fyrir í litlu plássi. Ingveldur gerði m.a. bæði Neytendasamtökunum og Félagi atvinnurekenda upp að hafa talað „gegn innlendri matvælaframleiðslu“ og þá skoðun að „miklu betra væri að flytja allt inn.“ Er þá fátt eitt talið.[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Tollvernd og tollkvótar – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lægri tollar – fleiri kostir neytenda

Margir neytendur hafa undanfarna daga ákveðið að beina viðskiptum sínum til keppinauta Mjólkursamsölunnar, eftir að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta MS um tæplega hálfan milljarð vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni.

 

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Aðrar leiðir betri til að úthluta tollkvótum en uppboð

Núverandi uppboðsfyrirkomulag á úthlutun tollkvóta fyrir búvörur gengur gegn hagsmunum neytenda, brýtur gegn jafnræði innflytjenda og eykur mjög á óvissu og ógegnsæi á markaði. Aðrar aðferðir til að úthluta tollkvótanum væru meira í anda Marrakesh-samkomulagsins sem Alþjóðaviðskiptastofnunin WTO starfar samkvæmt. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu sem tveir hagfræðingar hafa unnið …[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Tollasamningur við ESB – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tuga prósenta tollvernd á „tollfrjálsum“ innflutningi

Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að hleypa tilteknu magni af búvörum tollfrjálst inn í landið samkvæmt samningi við Evrópusambandið frá 2007. Staðreyndin er hins vegar sú að raunveruleg tollvernd á þessum vörum getur numið tugum prósenta af innflutningsverði. Ástæðan er útboðskerfið, sem stjórnvöld nota til að úthluta innflutningsheimildunum, en þær eru seldar hæstbjóðanda.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

ESB skoðar tollkvótafyrirkomulagið á Íslandi

Fréttablaðið greinir frá því í dag að á vettvangi Evrópusambandsins sé hafin skoðun á því verklagi sem viðhaft er á Íslandi við útboð tollheimilda búvara sem stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að hleypa tollfrjálst inn í landið samkvæmt samningi við ESB.

 

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stórtækur svínakjötsframleiðandi fær 70% af tollkvótanum

Mata hf., systurfyrirtæki Síldar og fisks hf., fær í ár tæplega 70% af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir svínakjöt samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins um fríverslun með búvörur. Fyrirtækin eru bæði í eigu Langasjávar hf., sem aftur er að stærstum hluta í eigu Coldrock Investments á Möltu. Síld og fiskur hefur að mati samkeppnisyfirvalda 40-45% markaðshlutdeild á svínakjötsmarkaðnum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA gagnrýnir skipan og tillögur starfshóps ráðherra

Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega skipan og tillögur starfshóps, sem landbúnaðarráðherra skipaði í apríl síðastliðnum til að fjalla um viðbrögð við tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins. Upplýsingar um tillögur hópsins koma fram í drögum að nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um búvörusamningafrumvarpið.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fölsk Framsókn

Það kom sumum á óvart þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, tilkynntu í sameiningu að þeir hefðu samið við Evrópusambandið um gagnvæma lækkun tolla á búvörum. Hvorugur hefur verið þekktur sem sérstakur áhugamaður um viðskiptafrelsi. Engu að síður voru ráðherrarnir hinir bröttustu …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Gildistaka tollasamnings við ESB gæti tafist

Líklegt er að tollasamningur Íslands og ESB taki ekki gildi fyrr en einhverjir mánuðir verða liðnir af árinu 2017, jafnvel ekki fyrr en um mitt ár, samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað sér hjá stjórnvöldum.[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][/vc_accordion][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_separator][/vc_column][/vc_row]