Baráttan gegn tollum á búvörur heldur áfram

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Baráttan gegn ofurtollum á búvörur er áfram eitt af helstu baráttumálum FA. Áfangasigur náðist í þeirri baráttu í byrjun árs, eftir að stjórnvöld hættu við áform um að skerða tollfrjálsa innflutningskvóta samkvæmt samningi við Evrópusambandið með því að umreikna þá alla í kjöt með beini.

FA benti á mörg dæmi um að skortur væri á innlendri vöru, til dæmis kartöflum, blómkáli, lambakjöti og blómum, án þess að landbúnaðarráðherra sinnti þeirri skyldu sinni að gefa út skortkvóta, þ.e. tímabundnar innflutningsheimildir á lægri tollum.

FA var gagnrýnið á nýtt frumvarp landbúnaðarráðherra, sem innihélt tvær meginbreytingar. Annars vegar á að taka upp nýtt fyrirkomulag við uppboð á tollkvóta, sem hugsanlegt er að skili neytendum kjarabótum með lægra útboðsgjaldi. FA taldi þó að hætta ætti útboðunum og úthluta tollkvótum án endurgjalds. Hins vegar var sá kaleikur tekinn af ráðherranum að gefa út skortkvóta ef innlenda vöru vantar á markað, en þess í stað eru fastsett tímabil á árinu sem ýmsar vörur eiga að bera lægri tolla. FA benti á að þessi breyting myndi leiða af sér skort á ýmsum vörum um lengri eða skemmri tíma, með tilheyrandi verðhækkunum. Frumvarpið var samþykkt skömmu fyrir jól.

FA hafði, ásamt ýmsum fleiri hagsmunasamtökum, lagt til að málið yrði sett á ís og leitað nýrra leiða í málinu. FA hefur talað fyrir þeirri leið að fella niður tollvernd og beina opinberum stuðningi við landbúnað í gegnsærri farveg beingreiðslna, sem ekki eru markaðstruflandi.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

ANR hættir við skerðingu tollkvóta fyrir kjöt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) hefur hætt við áform um að umreikna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir kjötvörur frá Evrópusambandinu yfir í ígildi kjöts með beini, en slíkur umreikningur hefði skert tollfrjálsan innflutning um allt að þriðjungi. Þetta kemur fram í svari ANR við erindi Félags atvinnurekenda frá því í byrjun maí á síðasta ári, en svarið barst félaginu í árslok eftir að erindið hafði verið margítrekað.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lækkun matartolla væri skilvirk kjarabót

Niðurstöður verðkönnunar Alþýðusambands Íslands, sem náði til höfuðborga norrænu ríkjanna, hafa vakið athygli enda er matarkarfan í Reykjavík 67% dýrari en í Helsinki, þar sem hún er ódýrust, og 40% dýrari en í Osló, þar sem karfan er næstdýrust.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kartöfluskortur en engin tollalækkun

Kartöfluskorts er tekið að gæta í verslunum, en lítið sem ekkert framboð er af innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Atvinnuvegaráðuneytið hefur ekki orðið við beiðnum innflytjenda um að afnema tolla á kartöflum vegna ónógs framboðs. Sú neitun kemur niður á hagsmunum neytenda, enda verða innfluttar kartöflur þá mun dýrari en þær ættu með réttu að vera.

 [/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Verndartollar fyrir rafmagnsframleiðslu?

Tollar á innfluttum kjúklingabringum eru talsvert hærri ef þær eru foreldaðar en ef þær eru fluttar inn hráar. Engin skynsamleg rök skýra muninn, segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Foreldaðar kjúklingabringur, sem njóta mikilla vinsælda hjá neytendum, bera hærri tolla en hráar kjúklingabringur (báðar vörur eru seldar frosnar í verslunum). Síðarnefndu bringurnar …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Afurðastöðvar bjuggu til skort á lambakjöti – tollar lækka of seint

Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem starfar í atvinnuvegaráðuneytinu, lagði í dag til við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að gefinn yrði út tímabundinn innflutningskvóti á lækkuðum tollum til að bregðast við skorti á innlendum lambahryggjum og hryggsneiðum. Tillaga nefndarinnar er að á tímabilinu 29. júlí til 30. ágúst megi flytja inn lambahryggi og sneiðar með 172 króna magntolli, í stað 30% verðtolls og 382 króna magntolls, sem er …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppniseftirlitið skoði hlut afurðastöðva og stjórnvalda í lambakjötsskorti

Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu (SE) erindi og farið fram á að eftirlitið taki til skoðunar bæði háttsemi afurðastöðva, sem leitt hefur til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum, og viðbrögð stjórnvalda við fyrirsjáanlegum skorti.

Í erindi FA til SE er bent á að yfirvofandi skortur eigi ekki rætur sínar að rekja til óvenjumikillar neyslu landsmanna á lambakjöti …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þrengt að kjötinnflutningi með frumvarpsdrögum ráðherra

Félag atvinnurekenda gagnrýnir að þrengt skuli að innflutningi á kjöti með ákvæðum draga að frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um breytingu á úthlutun tollkvóta. Markmið frumvarpsins eru sögð vera þau að stuðla að auknum ábata neytenda og efla samkeppni á markaði fyrir landbúnaðarvörur, en FA dregur í efa að þau markmið náist með þeim tillögum sem er að finna í drögunum.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA fer fram á að tollar á blómkáli falli strax niður

Skortur er á blómkáli á innanlandsmarkaði og gripu viðskiptavinir stórmarkaða, sem voru á höttunum eftir blómkáli, víða í tómt í gær. Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu erindi og farið fram á að tollar á innfluttu blómkáli falli þegar í stað niður, þannig að hægt sé að tryggja framboð af innfluttu blómkáli á viðráðanlegu verði.

Blómkál er tískuvara þessa dagana …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Frumvarp um tollkvóta nær ekki markmiðum ráðherra

Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á úthlutun tollkvóta fyrir búvörur. Fulltrúar FA fylgdu umsögninni eftir á fundi atvinnuveganefndar á þriðjudag.

Ráðherra hefur sagt að tilgangur frumvarpsins sé að neytendur njóti „aukins vöruúrvals, lægra vöruverðs og aukinnar samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur.“ Þetta telur FA gott markmið, en dregur stórlega í efa að ákvæði frumvarpsins hafi í för með sér að því verði náð.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Áhugi á breiðu samtali um landbúnaðarstefnu

Tíu samtök atvinnurekenda og bænda lýsa yfir vilja til að taka þátt í vinnu við gerð nýrrar landbúnaðarstefnu ásamt stjórnvöldum. Samtökin eru sammála um að skora á atvinnuveganefnd Alþingis að fresta afgreiðslu frumvarps um breytingar á úthlutun tollkvóta.

Félag atvinnurekenda sendi síðastliðinn fimmtudag, ásamt tíu öðrum samtökum atvinnurekenda, bænda og neytenda, hvatningu til …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Nokkur orð úr óvæntri átt

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verzlunar og þjónustu (SVÞ), skrifar gegn betri vitund þegar hann sakar Félag atvinnurekenda (FA), ásamt öðrum, um að hafa lagzt gegn breytingum í frjálsræðisátt og hundaða milljóna króna kjarabót fyrir neytendur, með því að hvetja til þess að frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á úthlutun tollkvóta yrði ekki samþykkt óbreytt, heldur frestað og unnið betur. Þannig hafi sérhagsmunir fengið stuðning úr óvæntri átt.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/44DTwu2PNZ8″ title=“Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay“][vc_video link=“https://youtu.be/s08Bc05unQc“ title=“Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima „][vc_video link=“https://youtu.be/gb7VBcElf5U“ title=“Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna“][/vc_column][/vc_row]