Barist fyrir lækkun fasteignagjalda

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Félagið beitti sér mjög fyrir því að álagningarprósenta fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði yrði lækkuð til að mæta miklum hækkunum á fasteignamati sem leitt hefur af sér þyngri skattbyrði fyrirtækja.

Sú barátta skilaði árangri; þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins ákváðu að lækka álagningarprósentuna. Það voru hins vegar vonbrigði að Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög kusu að innheimta áfram hæstu lögleyfðu fasteignagjöld af fyrirtækjum.

Fyrirtæki innan FA undirbúa málsókn á hendur borginni þar sem látið verður reyna á ýmsa þætti í álagningu og útreikningi fasteignagjalda.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stefnir í málshöfðun vegna fasteignagjalda

„Stjórn Félags atvinnurekenda hvetur sveitarfélög eindregið til að endurskoða álagningarprósentu fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði, til mótvægis við gífurlegar hækkanir á fasteignamati. Að óbreyttu fela þær hækkanir í sér að skattbyrði fyrirtækja þyngist um milljarða króna.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Dómstólaleiðin ein fær?

Atvinnurekandi í Reykjavík, sem árið 2013 rak lítið fyrirtæki í húsnæði með 100 milljóna króna fasteignamati, greiddi 1.650 þúsund krónur í fasteignagjöld til borgarinnar. Á næsta ári mun sami atvinnurekandi greiða tæplega milljón krónum meira, í takt við 55% hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA skorar á sveitarfélög að lækka fasteignagjöld fyrirtækja

Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bréflega áskorun sína til sveitarfélaga, þar sem aðildarfyrirtæki félagsins starfa, að þau lækki álagningarprósentu fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats á undanförnum árum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Aðeins þrjú af stærstu sveitarfélögunum hyggjast lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Talsvert er nú um að sveitarfélög greini frá því í tilkynningum um framlagningu frumvarpa að fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár að fasteignaskattar lækki til að mæta miklum hækkunum á fasteignamati. Í flestum tilvikum á það þó eingöngu við um fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði, samkvæmt úttekt Félags atvinnurekenda á frumvörpum til fjárhagsáætlana tólf stærstu sveitarfélaga landsins. Eingöngu Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær og Akraneskaupstaður áforma að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði. Hafnarfjörður lækkar sýnu mest eða um 0,08 prósentustig, en Akranes um 0,03 prósentustig og Kópavogur um 0,02 prósentustig.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sum með fasteignagjöld í toppi, önnur vilja laða að fyrirtæki

Óhætt er að segja að sveitarfélög landsins noti ólíkar aðferðir til að laða að sér starfsemi fyrirtækja og búa þeim hagstætt rekstrarumhverfi. Í Viðskiptablaðinu í dag er fjallað um gagnrýni Félags atvinnurekenda á að mörg stór sveitarfélög, sem lækka nú álagningarprósentu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði til að mæta gífurlegum hækkunum á fasteignamati, sýni fyrirtækjunum ekki sömu sanngirni. Þrír forsvarsmenn sveitarfélaga verða fyrir svörum.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]