Blómatollar vefjast fyrir ráðuneytunum

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Skortur var á innlendum blómum fyrir stóru blómadagana í febrúar og miklar verðhækkanir. Innlendir framleiðendur gátu ekki með nokkru móti annað eftirspurn og skömmtuðu blóm til blómabúða. Margar blómaverslanir áttu ekki annan kost en að flytja inn blóm til að anna eftirspurn fyrir konudag og Valentínusardag, en tollar á innfluttum blómum eru gífurlega háir og stuðla að alltof háu verði á blómum samanborið við nágrannalöndin.

FA ítrekaði kröfur sínar til stjórnvalda um breytingar á úreltu kerfi blómatolla. Fjármálaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa frá árinu 2019 haft til skoðunar erindi FA og yfir 20 fyrirtækja í blómaverslun, þar sem farið var fram á endurskoðun á blómatollum. Hafa ráðuneytin eytt drjúgum tíma í að „afla gagna“ en lítið bólar á breytingum.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Blómatollar vefjast fyrir ráðuneytum

Félag atvinnurekenda hefur sent fjármála- og atvinnuvegaráðuneytunum ítrekun á erindi sínu frá í október 2019 um endurskoðun á tollaumhverfi blómaverslunar á Íslandi. Ráðuneytin hófu vinnu við endurskoðun blómatolla í nóvember 2019 í framhaldi af erindi FA, söfnuðu upplýsingum og kölluðu hagsmunaaðila á fundi. Í svari skattaskrifstofu fjármálaráðuneytins til FA í júní síðastliðnum var boðað að vinnunni lyki þá í mánuðinum, en nýlega bárust þau svör að málið væri enn í vinnslu …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skortur, skömmtun og verðhækkanir á innlendum blómum

Skortur hefur verið á innlendum blómum að undanförnu. Blómabúðir hafa aðeins fengið blóm upp í brot af pöntunum sínum frá innlendum framleiðendum fyrir stóru blómadagana nú í febrúar, Valentínusardaginn og konudaginn. Við þær aðstæður eiga blómaverslanir ekki annan kost en að flytja inn blóm, en tollar á blómum eru áfram gífurlega háir og ekkert er að frétta af endurskoðun fjármála- og atvinnuvegaráðuneyta á blómatollum. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Blómlegir tollar

Tollar á blóm fengu að sitja eftir þegar þarsíðasta ríkisstjórn afnam tolla á „öllum vörum nema matvörum“ eins og það var þá orðað. Rökin fyrir tollum á matvörur eru þau að verið sé að vernda m.a. fæðuöryggi – en það eru bara þeir með allra sérhæfðasta smekkinn sem borða blóm. Blómatollarnir eru gríðarháir og eru meginorsök þess að verð á blómum er oft og iðulega tvö- til þrefalt hærra en í öðrum Evrópulöndum. Margt er súrt við þessa tollheimtu. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]