Breytingar á skattlagningu áfengis

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Fjármálaráðherra lagði til við Alþingi breytingar á skattlagningu áfengis á þann veg að lækka virðisaukaskatt í neðra þrep en hækka áfengisgjaldið um fimmtung á móti. FA lýsti skilningi á markmiði breytinganna, að vinna gegn skattaundanskotum í veitingageiranum, en varaði við afleiðingunum fyrir neytendur og fyrirtæki.

Breytingin þýddi annars vegar að ódýrari áfengistegundir hækkuðu í verði en þær dýrari lækkuðu. Hins vegar hafði hún neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækja í framleiðslu og innflutningi áfengis þar sem uppgjörstímabil áfengisgjaldsins er miklu styttra en virðisaukaskatts og innheimtuskilmálar harðari.

FA lagði til lækkun á álagningu ÁTVR til að milda áhrifin á neytendur. Alþingi féllst ekki á þær tillögur en lengdi hins vegar uppgjörstímabil áfengisgjaldsins til að draga úr áhrifum á sjóðstreymi fyrirtækjanna.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ódýra áfengið hækkar, það dýrara lækkar

ÁfengiFélag atvinnurekenda hefur í umsögn til Alþingis vakið athygli á því að fyrirhugaðar breytingar á skattlagningu áfengis muni leiða til þess að ódýrara léttvín hækki í verði, en það dýrara lækki. Þá muni sterkt áfengi í ýmsum tilvikum hækka í verði. Félagið bendir einnig á að tilfærsla á milli virðisaukaskatts og áfengisgjalds muni auka verulega kostnað áfengisframleiðenda og -innflytjenda af fjárbindingu og leggur til breytingar á uppgjörstímabili áfengisgjalds til að mæta því.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Álagning ÁTVR verði lækkuð til að vinna á móti verðhækkunum á áfengi

KassavínFélag atvinnurekenda leggur til við Alþingi að álagning Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins verði lækkuð um tvö prósentustig, til að vinna á móti verðhækkunum á áfengi sem leiða að óbreyttu af áformuðum breytingum á skattlagningu áfengra drykkja. Þrátt fyrir breytinguna yrði framlegð ÁTVR svipuð, miðað við sölutölur ársins 2014, og ríkið fengi sitt í áfengisgjöldum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ísland endurheimtir Evrópumet í áfengisgjöldum

Samanburður-á-áfengisgjöldum-maí-2015 copyMeð breytingum á skattlagningu áfengis um áramótin mun Ísland endurheimta Evrópumet í áfengisgjöldum á sterkari drykki, sem tapaðist í hendur Norðmanna þegar krónan hrundi.

Alþingi hefur samþykkt að um áramótin lækki virðisaukaskattur á áfengi úr 24% í 11%, en á móti munu áfengisgjöld hækka um rúmlega 20%. Heildarskattlagning á áfengi breytist þannig ekki, en hlutfall áfengisgjaldsins, sem er föst krónutala á lítra af hreinum vínanda, hækkar hins vegar verulega.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]