Búvörusamningar í þágu heildarhagsmuna

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA stóð, ásamt fleiri samtökum úr atvinnulífinu, ASÍ, Neytendasamtökunum og samtökum aldraðra, öryrkja og skattgreiðenda, að tillögum um hvernig ríkið og Bændasamtökin gætu gert búvörusamninga sem tækju tillit til heildarhagsmuna. Voru tillögurnar meðal annars byggðar á tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um breytt styrkjakerfi landbúnaðarins og lækkun tolla á innfluttum búvörum.

Ríkið og Bændasamtökin tóku ekki mark á málflutningi hópsins. Á meðal þess sem samið var um var að viðhalda einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar og að hækka tolla á innfluttum mjólkurvörum. FA gagnrýndi mjög niðurstöðu samningaviðræðnanna og hugðist meðal annars láta á hana reyna fyrir dómstólum en hafði ekki erindi sem erfiði.

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis hét FA sæti í starfshópi sem fékk það verkefni að endurskoða búvörusamningana, eftir að meirihluti nefndarinnar hafði viðurkennt að samráðsleysið við gerð þeirra væri mistök. Þegar til kom ákvað þáverandi landbúnaðarráðherra að halda FA fyrir utan „þjóðarsamtalið“ sem átti að fara fram á vettvangi hópsins og mótmælti félagið því harðlega.[/vc_column_text][vc_accordion active_tab=“1″ collapsible=“yes“ el_class=“valmynd“][vc_accordion_tab title=“Eru búvörusamningar í þágu neytenda? – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollvernd fyrir ostaframleiðendur færð til 1995 – fá neytendur líka leiðréttingu?

Í nýundirrituðum búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar er ákvæði um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra muni beita sér fyrir því að breyta magntollum á mjólkur- og undanrennudufti og ostum „til sama raunverðs og gilti í júní 1995.“ Mjólkur- og undanrennuduft er meðal annars notað til ostaframleiðslu, sælgætisframleiðslu og í ýmsum öðrum matvælaiðnaði. Eini framleiðandi þess hér á landi er MS.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA gagnrýnir nýja búvörusamninga

Ólafur Stephensen sagði í viðtali í kvöldfréttum á laugardagskvöld ljóst að viðhalda ætti einokun á mjólkurmarkaði, en ákvæði í 12. grein samningsins um starfsskilyrði nautgriparæktar eru til marks um það. „Það er verið að festa einokun Mjólkursamsölunnar og undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum í sessi. Það kann ekki góðri lukku að stýra til framtíðar.“ sagði Ólafur.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hagsmuna neytenda ekki gætt í búvörusamningum

Hagsmuna neytenda er ekki gætt í nýjum búvörusamningum. Mörg tækifæri eru til að draga úr kostnaði neytenda og gera landbúnaðinn um leið frjálsari og skilvirkari en þau eru ekki nýtt. Þetta kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, á fundi um búvörusamningana og hagsmuni neytenda í morgun.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Búvörusamningur í þágu neytenda?

Félag atvinnurekenda birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu, þar sem tekið er dæmi um hækkun kostnaðarverðs innflytjanda á osti, sem fluttur er inn til landsins á fullum tollum. Í búvörusamningi, sem Alþingi tekur til lokameðferðar á næstu dögum, eru ákvæði um að landbúnaðarráðherra muni beita sér fyrir hækkun tolla á innfluttum mjólkurvörum, þar með töldum ostum.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Breiðfylking vill breytt landbúnaðarkerfi

Félag atvinnurekenda og fimm önnur hagsmunasamtök almennings og fyrirtækja birta í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu, þar sem þess er krafist að nýtt Alþingi endurskoði landbúnaðarkerfið, með heildarhagsmuni að leiðarljósi.[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Eru búvörusamningarnir lögmætir? – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Búvörusamningur gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu

Fulltrúar Félags atvinnurekenda mættu á opinn fund fjárlaganefndar Alþingis í gær til að ræða nýgerða búvörusamninga ríkisins og bænda. Á meðal þess sem FA benti fjárlaganefnd á var að ákvæði í 12. grein samningsins um starfsskilyrði nautgriparæktar gætu farið í bága við EES-samninginn og bakað ríkinu skaðabótaskyldu í framtíðinni, fari svo að Alþingi staðfesti samninginn.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðherra í órétti að gera búvörusamning

Félag atvinnurekenda telur að Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, hafi farið gróflega út fyrir þær valdheimildir sem Alþingi hafði veitt honum í búvörulögum er hann undirritaði búvörusamninga við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. FA hvetur Alþingi til að hafna frumvarpi um samningana.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA vill láta reyna á lögmæti búvörusamninga – Hæstiréttur telur samninga ekki hafa tekið gildi

Félag atvinnurekenda hefur undanfarna daga látið á það reyna hvort hægt sé að hnekkja búvörusamningi ríkisins og Bændasamtaka Íslands fyrir dómstólum áður en Alþingi afgreiðir frumvarp um búvörusamninga. FA telur samninginn um starfsskilyrði nautgriparæktar ólögmætan, eins og rökstutt hefur verið í umsögn félagsins til atvinnuveganefndar Alþingis.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA heldur málsókn vegna búvörusamninga til streitu

Félag atvinnurekenda telur að drög að nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar um búvörusamningafrumvarpið, sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, innihaldi marga jákvæða punkta og tillögur. Ekki á þó að breyta ákvæðum búvörusamninganna sjálfra en FA telur að sum þeirra, einkum 12. og 13. grein samningsins um starfsskilyrði nautgriparæktar, séu ólögmæt.[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Samningarnir festa einokunarstöðu MS í sessi. – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Óforsvaranlegt að Alþingi samþykki búvörusamninga

Félag atvinnurekenda telur óforsvaranlegt með öllu að Alþingi samþykki búvörusamninga, sem fela í sér að einokunarstaða Mjólkursamsölunnar verði fest enn frekar í sessi. FA hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái aukna innlenda og erlenda samkeppni.[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Eru búvörusamningar sambærilegir við kjarasamninga? – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Búvörusamningar eru ekki kjarasamningar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýndi í viðtali á Bylgjunni í morgun þann málflutning talsmanna landbúnaðarins að búvörusamningar við bændur væru sambærilegir við kjarasamninga við launþega. Verið væri að semja við sjálfstæða atvinnurekendur.[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Af hverju var FA ekki hleypt að endurskoðun búvörusamninganna? – lestu meira“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lagabreytingar of veikar til að tryggja ný vinnubrögð

Félag atvinnurekenda telur að þær breytingar á búvörusamningafrumvarpinu, sem meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til, séu allsendis ófullnægjandi.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Frestur til að skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga runninn út

Í gær, 18. október, rann út sá frestur sem Alþingi gaf Gunnari Braga Sveinssyni landbúnaðarráðherra til að skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga, sem á að ljúka 2019.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA andmælir að vera haldið utan við „þjóðarsamtalið“

Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að halda Félagi atvinnurekenda utan við samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga, sem hann átti að skipa fyrir 18. október.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Bandalag um óbreytt ástand

Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur nú skipað starfshóp sem Alþingi ákvað að yrði settur á fót til endurskoða búvörusamningana sem gerðir voru fyrr á árinu. Skipan ráðherra kemur mánuði of seint; samkvæmt bráðabirgðaákvæði í búvörulögum sem Alþingi samþykkti í haust átti að skipa hópinn fyrir 18. október.[/vc_column_text][vc_column_text]
[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][/vc_accordion][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]