
Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi afhentir
66°Norður og Upplifun, bækur og blóm fengu í gær hvatningarverðlaun sem Félag atvinnurekenda og fleiri veita verslunum sem skara fram úr í þjónustu við ferðamenn.
66°Norður og Upplifun, bækur og blóm fengu í gær hvatningarverðlaun sem Félag atvinnurekenda og fleiri veita verslunum sem skara fram úr í þjónustu við ferðamenn.
Framkvæmdastjóri FA gagnrýnir skort á samráði við atvinnulífið vegna vetrarfría og skipulagsdaga í grunn- og leikskólum.
Framkvæmdastjóri FA skrifar grein í Fréttablaðið og gagnrýnir ríkisfyrirtækið Íslandspóst, sem kvartar undan slakri afkomu á bréfadreifingu í einkarétti. Flest bendir hins vegar til að tekjur af einkaréttinum séu nýttar til að niðurgreiða margvíslega samkeppni Íslandspósts við einkafyrirtæki.
Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. Krafan er sett fram í framhaldi af gagnrýni FA og fleiri aðila á að farmiðakaup ríkisins skuli ekki hafa verið boðin út í meira en tvö og hálft ár.
Meirihluti aðildarfyrirtækja í Félagi atvinnurekenda, eða 54%, telur að gjaldtaka stjórnvalda sé ekki í samræmi við veitta þjónustu. Þetta kemur fram í könnun, sem FA gerði meðal félagsmanna sinna í janúar.
Á opnum fundi FA á miðvikudaginn var farið yfir stöðuna á Falda aflinu, tólf tillögum sem FA setti fram með það að markmiði að bæta efnahags- og rekstarumhverfi minni og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi.
Félag atvinnurekenda hélt í gær aðalfund sinn og jafnframt vel sóttan opinn fund undir yfirskriftinni „Leiðtoginn í atvinnulífinu“. Hér má sjá myndir frá fundunum.
Birgir S. Bjarnason var endurkjörinn formaður stjórnar FA á aðalfundi félagsins í gær. Tveir stjórnarmenn hlutu endurkjör og einn kemur nýr inn í stjórnina.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á opnum fundi FA í dag að í smíðum væri frumvarp um skattaívilnanir til handa einstaklingum, sem keyptu hlutabréf í nýsköpunarfyrirtækjum.
Bein útsending var hér á síðunni frá aðalfundi Félags atvinnurekenda sem haldinn var á Nauthóli við Nauthólsvík fyrr í dag. Hér má sjá fundinn í heild sinni.