
Munið að skrá ykkur á afmælismálþing ÍKV
20 ára afmælismálþing Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins verður haldið næstkomandi fimmtudag, 29. október. Áhugasamir ættu að skrá sig í dag eða á morgun.
20 ára afmælismálþing Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins verður haldið næstkomandi fimmtudag, 29. október. Áhugasamir ættu að skrá sig í dag eða á morgun.
Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli feli í sér samkeppnishindranir. Félagið tekur ennfremur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, um að þau grípi þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta þessa stöðu.
Skýrsla Félags atvinnurekenda, Matartollar: Verndarstefna eða samkeppni og valfrelsi neytenda? var kynnt á fundi í hádeginu í gær, miðvikudag. Viðstaddir voru stjórnarmenn í FA, forsvarsmenn
Framkvæmdastjóri FA skrifar grein í Viðskiptablaðið og spyr hvaða innlendu landbúnaðarframleiðslu tollar á t.d. sætar kartöflur, Parmesanost og franskar kartöflur eigi að vernda.
Skömmtunarkerfi í innflutningi á matvælum með svokölluðum tollkvótum sem eru boðnir upp veldur margvíslegum samkeppnishindrunum og óhagræði. Fjallað er um tollkvótakerfið í nýrri skýrslu FA um matartolla.
Fjöldi stofnana og nefnda á vegum stjórnvalda hefur á undanförnum árum skilað tillögum um að lækka eða afnema tolla á innfluttar búvörur. Allar hafa þær talað fyrir daufum eyrum.
Félag atvinnurekenda leggur til að tollar á innfluttum búvörum verði lækkaðir um helming. Tollvernd fyrir svína- og alifuglakjöt verði afnumin að fullu, svo og tollar á ýmsum öðrum vörum sem ekki keppa við innlenda búvöruframleiðslu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu FA um matartolla.
Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagnar 20 ára afmæli í mánuðinum. Af því tilefni efnir ráðið til málþings í samstarfi við sendiráð Alþýðulýðveldisins Kína og Félag atvinnurekenda um
Nokkur brögð eru að því að nauðsynjavörur fáist ekki tollafgreiddar til landsins vegna verkfalls SFR. Dæmi eru um að matvara, þurrmjólk fyrir ungabörn og sprautur og sprautunálar fyrir Landspítalann sitji föst í tolli.
Kínversk yfirvöld og samtökin ACYF (All China Youth Federation) bjóða ungum evrópskum frumkvöðlum og stjórnendum í heimsókn til Kína til að taka þátt í málstofunni Sino-Nordic Young Champions Forum