Örar breytingar á gosdrykkjamarkaði án opinberrar neyslustýringar

Verulega hefur dregið úr neyslu á sykruðum gosdrykkjum undanfarin misseri, án þess að til kæmi sykurskattur eða önnur opinber neyslustýring. Framkvæmdastjóri FA segir líklegra til árangurs í baráttu við offitu og sykursýki að höfða til samfélagsábyrgðar fyrirtækja og skynsemi neytenda en að grípa til skattlagningar.

Lesa meira»

Merkingar á hreinsiefnum: Eftir árs bið er svarið nei

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur synjað beiðni Félags atvinnurekenda um að svigrúm í Evrópureglum verði nýtt og ekki gerð krafa um að vægari hreinsiefni verði merkt á íslensku. Með bréfi dagsettu 29. nóvember berst þannig loks svar við bréfi FA sem sent var ráðuneytinu 6. desember á síðasta ári.

Lesa meira»