
FA styður upptöku samkeppnismats
FA fundaði með einum af yfirmönnum samkeppnisdeildar OECD um upptöku samkeppnismats. Félagið styður upptöku slíks mats á Íslandi.
FA fundaði með einum af yfirmönnum samkeppnisdeildar OECD um upptöku samkeppnismats. Félagið styður upptöku slíks mats á Íslandi.
Tortryggni og vantraust í garð Íslandspósts eru ekki úr sögunni með sátt fyrirtækisins og Samkeppniseftirlitsins. FA lýsir furðu á að Íslandspóstur skuli hvorki viðurkenna brot né fá sekt.
Orr skartgripaverslun fékk Njarðarskjöldinn 2017, hvatningarverðlaun sem FA, Reykjavíkurborg og fleiri félagasamtök og fyrirtæki standa að.
Meirihluti félagsmanna FA, sem svöruðu könnun félagsins í byrjun árs, telur að lögbundin jafnlaunavottun myndi stuðla að auknu launajafnrétti. Efasemdir eru hins vegar um kostnaðinn við vottunina.
Njarðarskjöldurinn, hvatningarverðlaun til ferðamannaverslana í Reykjavík, verður afhentur 16. febrúar.
Miklar og gagnlegar umræður urðu á fundi lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtækja með fulltrúum Landspítalans um umbætur í innkaupaháttum spítalans.
Félag atvinnurekenda hefur skrifað Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra bréf og beðið hann um að hlutast til um að upplýsingagjöf og reikningsskil Íslandspósts séu í samræmi við lög og reikningsskilastaðla, þannig að því sé rækilega haldið til haga hvernig fyrirtækið aðskilur einkaréttarstarfsemi sína og samkeppnisrekstur.
Áramótafagnaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og Kínversk-íslenska menningarfélagsins var vel sóttur að vanda.
Upptökur og glærur frá fundinum „Áskorendurnir – fyrirtækin sem hristu upp í markaðnum“ eru nú aðgengilegar hér á vefnum.
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags atvinnurekenda í gær. Magnús Óli Ólafsson var kjörinn formaður og Linda Björk Gunnlaugsdóttir kom ný inn í stjórn.