Stuðningur við ESB-viðræður snarminnkar

Aðildarfyrirtækjum FA, sem telja að halda hefði átt áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið, snarfækkar á milli ára samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar á meðal félagsmanna. Þá hefur stuðningur við ESB-aðild Íslands minnkað verulega.

Lesa meira»

Könnun FA: 84% ánægð með starf félagsins

Þorri félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er ánægður með starf félagsins, samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar meðal félagsmanna. Samanlagt segjast 84% ánægð með starf félagsins í heild, samanborið við 76% í fyrra.

Lesa meira»

Ríkinu stefnt á ný vegna útboðsgjalds

Nokkur innflutningsfyrirtæki hafa stefnt eða ákveðið að stefna ríkinu og krafist endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur. Fyrstu málin voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir hönd Innness og Sælkeradreifingar. Samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna.

Lesa meira»