Íslandspóstur stöðvaður í að bola keppinautum af póstmarkaði

Póst- og fjarskiptastofnun hefur með bráðabirgðaákvörðun stöðvað tilraun Íslandspósts til að bola keppinautum af póstmarkaði. FA fagnar ákvörðuninni en segir stjórn Íslandspósts verða að tryggja að stjórnendur fyrirtækisins haldi sig innan ramma laga og reglna og starfi í sátt við umhverfi sitt.

Lesa meira»

Skortur á svína- og nautakjöti: Frystiskyldan hægir á aukningu framboðs

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út svokallaða opna tollkvóta vegna skorts á bæði svína- og nautakjöti frá innlendum framleiðendum. Skortvótarnir eru til þess hugsaðir að koma í veg fyrir vöruskort og verðhækkanir vegna ónógs framboðs frá innlendum framleiðendum og verja þannig hagsmuni neytenda. Lagaákvæði um að innflutt kjöt verði að hafa verið 30 daga í frysti vinna hins vegar gegn þessu markmiði og skaða hag neytenda.

Lesa meira»

FA leggst gegn samkeppnisundanþágu vegna lambakjötsútflutnings: Enginn ávinningur fyrir neytendur

Félag atvinnurekenda leggst gegn því að Markaðsráði kindakjöts verði veitt undanþága frá samkeppnislögum til að efna til samstarfs sláturleyfishafa um útflutning á lambakjöti. Í svari við umsagnarbeiðni Samkeppniseftirlitsins bendir FA á að ávinningur neytenda af samstarfinu sé enginn, þvert á móti sé það þeim til tjóns vegna þess að verði sé haldið uppi.

Lesa meira»

Dómstólaleiðin ein fær?

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um tilraunir félagsins til að fá sveitarfélögin til að létta skattbyrði fyrirtækja vegna hækkandi fasteignamats.

Lesa meira»

Enn hækkar útboðsgjald fyrir ESB-tollkvóta

Útboðsgjald, sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá Evrópusambandinu, hækkaði mikið í síðasta útboði á tollkvóta. Dæmi eru um allt að 45% hækkun útboðsgjaldsins frá því á fyrri hluta ársins, en kvótinn er nú boðinn upp tvisvar á ári.

Lesa meira»

Stefnir í málshöfðun vegna fasteignagjalda

Stjórn FA hvetur sveitarfélögin til að endurskoða álagningarprósentu fasteignagjalda í framhaldi af gífurlegum hækkunum á fasteignamati. Félög innan FA undirbúa málshöfðun gegn Reykjavíkurborg vegna fasteignagjalda.

Lesa meira»

Auðvelt að fá gæðavöru framleidda í Kína

Þeir sem vita hvert þeir eiga að snúa sér geta fengið gæðavörur framleiddar fyrir sig í Kína, á mun hagstæðara verði en stendur til boða á Íslandi eða annars staðar á Vesturlöndum. Þetta var á meðal þess sem fram kom á málþingi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og atvinnurekendadeildar Félags kvenna í atvinnulífinu.

Lesa meira»

Fallið frá kröfunni um lóðrétt strikamerki

Félag atvinnurekenda hefur fengið staðfest hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að fallið verði frá þeirri kröfu að strikamerki á drykkjarvöruumbúðum skuli eingöngu vera lóðrétt, en ekki lárétt. Gildistaka nýrra reglna um drykkjarvöruumbúðir frestast til hausts.

Lesa meira»