Skýrsla um eftirlitsgjöld kynnt á morgunverðarfundi

Ný skýrsla FA um eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki verður kynnt á morgunverðarfundi þriðjudaginn 4. apríl. Á meðal ræðumanna eru Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Kjartan Már Friðsteinsson framkvæmdastjóri Banana ehf., sem lögðu ríkið í Hæstarétti vegna ólögmætra eftirlitsgjalda.

Lesa meira»

Gildistaka tollasamnings við ESB dregst til áramóta

Gildistaka tollasamnings Íslands og Evrópusambandsins, sem gerður var haustið 2015, dregst að öllum líkindum til næstu áramóta, samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað hjá utanríkisráðuneytinu. Neytendur þurfa að bíða eftir verðlækkun á vörum á borð við fyllt pasta, osta og villibráð.

Lesa meira»

ÍTV kynnt í Bangkok

Íslensk-taílenska viðskiptaráðið, sem stofnað var síðastliðið haust, var kynnt á árlegum viðburði Scandinavian Society Siam í Bangkok í Taílandi um síðustu helgi. ÍTV var styrktaraðili árlegrar garðveislu félagsins.

Lesa meira»

Einföldun á regluverki fagnað

FA fagnar nýju frumvarpi ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, um breytingu á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Frumvarpinu er ætlað að einfalda gildandi reglur um stofnun félaga.

Lesa meira»

FA styður mjólkurfrumvarp ráðherra

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu jákvæða umsögn um drög að frumvarpi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem á að afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum.

Lesa meira»