
Öll fyrirtæki skoði persónuverndarmál
Nánast öll fyrirtæki í landinu sem skrá einhverjar upplýsingar um starfsmenn eða viðskiptavini þurfa að skoða sín mál vegna breytinga á persónuverndarlöggjöfinni sem taka gildi á næsta ári. Þetta er mat Vigdísar Evu Líndal, skrifstofustjóra upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd.