Öll fyrirtæki skoði persónuverndarmál

Nánast öll fyrirtæki í landinu sem skrá einhverjar upplýsingar um starfsmenn eða viðskiptavini þurfa að skoða sín mál vegna breytinga á persónuverndarlöggjöfinni sem taka gildi á næsta ári. Þetta er mat Vigdísar Evu Líndal, skrifstofustjóra upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd.

Lesa meira»

Er innflutningur ferskvöru hættulegur?

Samkvæmt niðurstöðum skýrslu, sem sérfræðingar á vegum Food Control Consultants unnu fyrir Félag atvinnurekenda, eru ekki haldbær rök fyrir því að innflutningur á ferskum búvörum muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra. Þegar bann við innflutningi ferskvöru verður afnumið getur Ísland engu að síður farið fram á sambærilegar viðbótartryggingar og hin norrænu ríkin vegna t.d. salmonellu og kamfýlóbakter.

Lesa meira»

Pólitík brýtur lög

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um tregðu stjórnvalda til að gera breytingar varðandi innflutning búvöru, jafnvel þótt innflutningsfyrirtæki hafi réttinn sín megin.

Lesa meira»

Fríverslun og framtíðin – fundur ÍIV og FA

FA og Íslensk-indverska viðskiptaráðið gangast fyrir fundi um fríverslun og framtíðina. Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá EFTA, fræðir okkur um fríverslunarviðræðurnar við Indland og fleiri mikilvæga framtíðarmarkaði.

Lesa meira»