Samkeppnismat nái líka til landbúnaðar og sjávarútvegs

Félag atvinnurekenda fagnar ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra um að gera í samstarfi við OECD samkeppnismat á rekstrarumhverfi ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Félagið hvetur til þess að slíku mati sé jafnframt beitt á regluverk landbúnaðar og sjávarútvegs.

Lesa meira»

FA gagnrýnir seinagang við lækkun gjaldskrár Póstsins

Félag atvinnurekenda gagnrýnir þá töf, sem orðið hefur á að verðskrá fyrir einkaréttarþjónustu Íslandspósts sé endurskoðuð til lækkunar. Endurskoða átti gjaldskrána fyrir 1. júní en enn eru notendur póstþjónustunnar ofrukkaðir. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira»

Hefur endurheimt þrjá milljarða fyrir fyrirtækin og er ekki hættur

Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður FA, hefur í þrígang unnið mál vegna útboðsgjalda sem lögð hafa verið á félagsmenn og fleiri fyrirtæki, með þeim árangri að ríkið hefur þurft að endurgreiða fyrirtækjunum rétt tæpa þrjá milljarða króna í oftekin útboðsgjöld, vexti og dráttarvexti. Framundan eru fleiri málsóknir vegna opinberra gjalda. Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu.

Lesa meira»

Trump og tollarnir

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um verndarstefnu Trumps og hvað Ísland getur gert til að vinna gegn henni.

Lesa meira»