Pósturinn hindraður í að leysa rekstrarvanda með því að hirða hagræðið af fækkun dreifingardaga

FA fagnar ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá í gær, en þar er Íslandspósti (ÍSP) gert að lækka gjaldskrár sínar til að mæta því hagræði sem fylgja mun áformaðri fækkun dreifingardaga í þéttbýli. Félagið telur augljóst að þarna hafi eftirlitsstofnunin stöðvað Íslandspóst í því að ætla að rétta af taprekstur á þjónustu, sem rekin er í samkeppni við einkafyrirtæki, með því að sækja sér stóraukinn hagnað af einkaréttarþjónustu.

Lesa meira»