
Skattgreiðendur fjármagni tap á Kínasendingum
Stjórnendur Íslandspósts hafa ekki viljað hækka umsýslugjald til að vega upp á móti tapi á Kínasendingum. Nú eru skattgreiðendur beðnir að fjármagna tapið, í stað þess að þeir sem nota þjónustuna beri kostnaðinn.