Reynt að kæfa rafrettubransann í fæðingu?

Gjaldtaka Neytendastofu samkvæmt nýrri reglugerð um rafrettur gæti numið 60-100 milljónum króna á sérverslun af venjulegri stærð. FA krefst þess að reglugerðin verði ógilt og samið regluverk sem tryggir öryggi neytenda og tekur jafnframt mið af raunverulegum aðstæðum á markaði.

Lesa meira»

Ekki láta #metoo-málin danka

Fyrirtæki og stofnanir ættu ekki að láta mál sem varða kynferðislega áreitni eða ofbeldi danka, heldur taka á þeim strax, sagði framkvæmdastjóri FA í viðtali á Hringbraut.

Lesa meira»

Fjármálaráðuneytið og PFS ósammála um ástæður taprekstrar Póstsins

Fjármálaráðuneytið, sem hefur ákveðið að lána Íslandspósti hálfan milljarð af fé skattgreiðenda, og Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með rekstri ríkisfyrirtækisins, virðast ósammála um ástæður taprekstrar Póstsins. FA hvetur fjárlaganefnd Alþingis til að leita svara áður en þingið samþykkir hálfs milljarðs króna lán til fyrirtækisins á fjáraukalögum.

Lesa meira»

Of miklar launahækkanir munu leiða af sér vaxtahækkun

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði á morgunverðarfundi FA að of miklar launahækkanir í kjarasamningum myndu leiða af sér að Seðlabankinn myndi hækka vexti til að búa til slaka í hagkerfinu. Vandséð væri hvaða þættir aðrir ættu að koma í veg fyrir að verðbólga rjúki af stað, verði samið um miklar hækkanir launa.

Lesa meira»