Félagsfundur um styttingu vinnuvikunnar

Félagsfundur um styttingu vinnuviku VR-félaga, sem tekur gildi um áramót, verður haldinn 6. nóvember. Framkvæmdastjóri og lögfræðingur FA fara yfir vinnutímaákvæði kjarasamnings við VR og svara spurningum félagsmanna.

Lesa meira»

Hæstu fasteignaskattar á Norðurlöndum

Fasteignaskattar á Íslandi eru hæstir á Norðurlöndunum, reiknaðir sem hlutfall af landsframleiðslu. Sveitarfélög verða að gæta hófs í skattlagningu, ætli þau ekki að blóðmjólka mjólkurkúna, sagði hagfræðingur á fundi um fasteignagjöld.

Lesa meira»

FA býður fram fulltrúa í rafrettuhóp ráðherra

Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra erindi og boðið fram fulltrúa í starfshóp, sem ráðherra upplýsti um helgina að hún hygðist skipa til að hamla gegn notkun ungmenna á rafrettum og tengdum varningi.

Lesa meira»

Tímabært að huga að styttingu vinnuvikunnar

Félag atvinnurekenda vill minna félagsmenn sína á að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi vinnutíma starfsmanna sem eiga aðild að VR, en breytt ákvæði um vinnutíma samkvæmt kjarasamningi FA og VR taka gildi um áramót.

Lesa meira»