Allt um matinn í símann

Stafræn miðlun upplýsinga um matvæli er stórt sameiginlegt hagsmunamál verslunarinnar og neytenda, skrifar framkvæmdastjóri FA í Viðskiptablaðið.

Lesa meira»

Neytendaupplýsingar í appi eru framtíðin

Stjórnvöld hafa birt drög að reglugerð um að heimilt sé að miðla lögbundnum upplýsingum um matvörur til neytenda með stafrænum hætti, t.d. í gegnum snjallsímaapp. Þetta er stór áfangi í áralangri baráttu FA fyrir að innflutningsfyrirtæki losni við kostnað vegna endurmerkinga á matvörum frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum utan EES.

Lesa meira»

Setur framkvæmdavaldið lögin?

Samgönguráðuneytið og Póst- og fjarskiptastofnun virðast telja sig þess umkomin að víkja hluta póstlaganna til hliðar vegna ólögmætrar gjaldskrár Íslandspósts, skrifar framkvæmdastjóri FA í Morgunblaðið. Hin stjórnskipulega rétta leið er að samgönguráðherrann flytji frumvarp til breytinga á lögunum.

Lesa meira»

MS mismunar innlendum matvælaiðnaði

Mjólkursamsalan selur innlendum matvælaframleiðendum mjólkur- og undanrennuduft á miklu hærra verði en hún setur upp ef kaupandinn er erlendur. MS kemst upp með þetta í skjóli lögverndaðrar einokunarstöðu og tollverndar. Framkvæmdastjóri FA skrifar á vef Fréttablaðsins.

Lesa meira»

FA vill útvíkka heimild til sölu áfengis á framleiðslustað

Félag atvinnurekenda leggur í umsögn til Alþingis til að heimild áfengisframleiðenda til að selja vörur sínar til neytenda á framleiðslustað, líkt og lagt er til í frumvarpi dómsmálaráðherra, verði útvíkkuð. Ekki verði stærðarmörk á því hvaða framleiðendur megi selja vöru sína beint og ekki heldur gert upp á milli bjórs og sterkara áfengis.

Lesa meira»