Ekki farið að lögum um opinberar eftirlitsreglur

FA hvetur menningar- og viðskiptaráðuneytið til að sinna þeirri lagaskyldu að skipa ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur og að ráðherra flytji Alþingi reglulega skýrslu um áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf nefndarinnar.

Lesa meira»

Höfuðborg hárra skatta

Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Framkvæmdastjóri FA skrifar á Vísi.

Lesa meira»

Félagsmannaveiðar

Verkalýðshreyfingin þarf ekki að hafa áhyggjur af frumvarpi um að tryggja rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga, skrifar framkvæmdastjóri FA í Viðskiptablaðið. Hún myndi hins vegar fá meira aðhald frá félagsmönnum.

Lesa meira»

Mun minni matarverðshækkanir en í nágrannalöndum

Hækkun á matarverði það sem af er ári er mun minni á Íslandi en í Evrópuríkjum að meðaltali og langtum minni en í hinum norrænu ríkjunum. Eingöngu í Sviss hefur matarverð hækkað minna. Framkvæmdastjóri FA ræddi matarverð í Bylgjufréttum.

Lesa meira»