Eðlileg verðmyndun í sjávarútvegi

Header

fa_adgerd8

Eðlileg verðmyndun í sjávarútvegi

Tillaga: Lögum um verðlagsstofu skiptaverðs verði breytt, tryggt að fjórðungur afla sé seldur á fiskmarkaði og eftirlit hert með löndun framhjá vigt.

  • Sjálfstæðar fiskvinnslur og útflutningsfyrirtæki neyðast til að kaupa afla á mun hærra verði en stóru útgerðirnar gera eigin fiskvinnslum að greiða. Svokallað verðlagsstofuverð, sem flestar útgerðir miða við, tekur ekki mið af raunverulegri verðþróun á fiskmörkuðum.
  • Forsenda þess að raunverulegt markaðsverð ráði skiptaverði og fiskvinnslur sitji við sama borð við kaup á afla er að hærra hlutfall afla fari á fiskmarkað. Stefna ætti að því að fjórðungur afla hið minnsta fari um fiskmarkaðina til að tryggja eðlilega verðmyndun. Jafnframt þarf að herða eftirlit til að koma í veg fyrir löndun framhjá vigt.
  • Löng hefð er fyrir frumkvöðlastarfsemi í sjávarútvegi; að dugmikið fólk stofni sín eigin fyrirtæki í greininni.
  • Aðgangstakmarkanir að sjávarauðlindinni vegna kvótakerfisins eru nauðsynlegar til að vernda auðlindina. Hömlur í vegi nýliðunar og frumkvöðlastarfsemi í fiskvinnslu eru hins vegar algjörlega ónauðsynlegar.
  • Sjálfstæðar fiskvinnslur eru margar hverjar mikilvæg frumkvöðlafyrirtæki þar sem nýjungar í vöruþróun og vinnslu eiga uppsprettu sína. Tvöföld verðlagning á sjávarafla kippir grundvellinum undan starfsemi þeirra, svo og minni, sjálfstæðra útflutningsfyrirtækja.

 

  • Tvöföld verðlagning í sjávarútvegi kemur niður á neytendum, þar sem mest af fiski sem er selt út úr búð er keypt á fiskmörkuðum á mun hærra verði en gildir í innri viðskiptum útgerðar og vinnslu í sömu eigu.
  • Lögum um verðlagsstofu skiptaverðs verði breytt þannig að útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun verðlagsstofuverðs. Verðlagsstofuverðið taki meira mið af verðþróun á fiskmörkuðum.
  • Tryggt verði að fjórðungur afla hið minnsta sé seldur á fiskmarkaði.
  • Eftirlit verði hert með löndun framhjá vigt.
  • Sjávarútvegsráðherra bregðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá því í nóvember 2012.

 

 

 

12 tillögur Félags atvinnurekenda eru eftirfarandi:

Eignarhald bankaSlide1

Fjármögnunarleiðir fyrirtækjaSlide2

Leiðir gegn kennitöluflakkiSlide3

Lækkun tryggingagjaldsSlide4

Afnám verndartolla í landbúnaðicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 1

Opinber innkaupSlide6

SamkeppnismálSlide7

Eðileg verðmyndun í sjávarútvegicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 2

Endurskoðun ársreikningaSlide9

Eftirlitsgjöld stofnanaSlide10

Einföldun álagningar virðisaukaskattscw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 3

Birting ársreikningaSlide12