Efling viðskiptaráðanna með nýjum samningi við utanríkisráðuneytið

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]FA undirritaði, fyrir hönd fjögurra millilandaviðskiptaráða sem félagið rekur, samstarfssamning við utanríkisráðuneytið. Í samningnum felst stóraukið samstarf félagsins og viðskiptaráðanna við utanríkisþjónustuna, sem eflir ótvírætt starf ráðanna.

Öflugt starf var á vegum viðskiptaráðanna þótt heimsfaraldurinn þýddi að ekki væri hægt að efna til margra stórra viðburða eða taka á móti erlendum viðskiptanefndum.

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið stóð fyrir vel sóttum fundi um horfurnar varðandi komu kínverskra ferðamanna til landsins og hvernig ferðaþjónustan gæti tekið betur á móti þeim. ÍKV stóð ennfremur fyrir netfundi með FA og kínverskum stjórnvöldum um hvernig mætti fyrirbyggja og leysa vandamál varðandi rangar CE-merkingar á kínverskum vörum, sem fluttar eru inn til Íslands. Þá átti stjórn ÍKV fund með Þóri Ibsen sendiherra Íslands í Kína, í samræmi við ákvæði ofangreinds samstarfssamnings.

Íslensk-indverska viðskiptaráðið efndi til netfundar um samstarf sprotafyrirtækja í löndunum tveimur. Þá fundaði stjórn ráðsins með Guðna Bragasyni, sendiherra í Indlandi, og formaður og framkvæmdastjóri ráðsins áttu tvo fundi með sendiherra Indlands á Íslandi.

Stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins átti gagnlegan fund með sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi og átti í samskiptum við sendiráð ESB um hvernig greiða mætti fyrir fríverslun á milli Íslands og ESB.

Ný stjórn Íslensk-taílenska viðskiptaráðsins átti fund með sendiherra Taílands á Íslandi um leiðir til að efla viðskipti milli landanna.

Þá stóðu öll viðskiptaráðin, ásamt FA, að fundi um vandkvæðin í hinni alþjóðlegu aðfangakeðju undir yfirskriftinni „Sandur í gangverkinu“.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Óvíst að kínverskir ferðamenn snúi aftur fyrr en 2023

Óvíst er að kínverskir ferðamenn snúi aftur til Íslands í sama mæli og fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar fyrr en á þarnæsta ári. Bæta þarf þjónustu við kínverska ferðamenn og skilning á þörfum þeirra og óskum. Þetta var á meðal þess sem fram kom á málþingi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA og utanríkisráðuneytið undirrita samstarfssamning vegna millilandaviðskiptaráða

Félag atvinnurekenda og utanríkisráðuneytið undirrituðu í dag samning um samstarf á sviði utanríkisviðskipta Íslands á markaðssvæðum millilandaviðskiptaráða FA. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirrituðu samninginn í utanríkisráðuneytinu, að viðstöddum fulltrúum viðskiptaráðanna fjögurra …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Startup Bridges India Iceland: Upptaka af streymisfundi

Íslensk-indverska viðskiptaráðið, sem FA hýsir og rekur, hélt í morgun streymisfund á ensku undir yfirskriftinni „Startup Bridges India Iceland“. Umfjöllunarefnið var fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á milli landanna. Fundinum var stjórnað af Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA og ÍIV og Bala Kamallakharan, sem er formaður ÍIV og stofnandi Startup Iceland og Iceland Venture Studio. Balasubramanian Shyam, sendiherra Indlands á Íslandi, ávarpaði fundinn og fjallaði um nýsköpunarumhverfið á Indlandi. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sandur í gangverkinu – upptaka, myndir og glærur

Vandamál í alþjóðlegu aðfangakeðjunni með seinkunum, hækkandi flutningskostnaði og jafnvel skorti á vörum munu valda þrýstingi á verðlag en þó tímabundið, að mati frummælenda á fundi FA og millilandaviðskiptaráða félagsins, „Sandur í gangverkinu“ sem haldinn var í morgun. Fundurinn var vel sóttur á Icelandair Hótel Reykjavík Natura  …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Margar leiðir til að fyrirbyggja vandræði vegna CE-merkinga

Íslensk innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur frá Kína geta leitað til jafnt íslenskra og kínverskra stofnana til að fyrirbyggja vandræði vegna ófullnægjandi CE-merkinga á vörunum. Betra er að fyrirbyggja vandræði og deilur vegna ófullnægjandi merkinga en að reyna að leysa úr málum eftir að slíkt kemur upp.  …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_column_text][/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]