Eftir árs bið var svarið nei

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA skoraði á stjórnvöld að nýta svigrúm í Evrópureglum þannig að ekki þyrfti að breyta merkingum á vægum hreinsiefnum til heimilisnota, með tilheyrandi kostnaði fyrir innflytjendur og neytendur. Eftir að umhverfismálið hafði hugsað málið í rétt tæpt ár var svarið nei.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Strangari kröfur um merkingar hækka verð á hreinsiefnum

Frá og með 1. júní 2017 þurfa allar vörur sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna (gjarnan nefnd CLP reglugerðin) og markaðssettar eru hér á landi að vera merktar á íslensku. Reglugerðin var innleidd hér á landi með reglugerð nr. 415/2014. Fjöldinn allur af vörum fellur undir nefndar reglur, t.d. hreinsiefni sem notuð eru við þrif á heimilum; uppþvottalögur, gluggasprey, gólfsápa og þvottaefni.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðuneyti svarar engu um merkingar á hreinsiefnum

Félag atvinnurekenda hefur ítrekað nærri hálfs árs gamalt erindi sitt til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um varúðarmerkingar á hreinsiefnum. Vegna nýrra reglna um merkingar á hreinsiefnum, sem eiga að taka gildi 1. júní næstkomandi, er fyrirsjáanlegt að verð ýmissa vægra hreinsiefna til heimilisnota hækki umtalsvert.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Merkingar á hreinsiefnum: Eftir árs bið er svarið nei

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur synjað beiðni Félags atvinnurekenda um að svigrúm í Evrópureglum verði nýtt og ekki gerð krafa um að vægari hreinsiefni verði merkt á íslensku. Með bréfi dagsettu 29. nóvember berst þannig loks svar við bréfi FA sem sent var ráðuneytinu 6. desember á síðasta ári.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]