Staðreyndin:
- Mörg fyrirtæki þurfa að standa í samkeppni við fyrirtæki sem njóta þeirrar vildarstöðu að vera í eigu fjármálafyrirtækja eða starfa í skjóli þeirra.
- Samkeppnisforskot þeirra fyrirtækja sem er í eigu banka byggist almennt ekki á viðskiptalegum forsendum heldur efnahagslegum styrkleika eigenda þeirra.
- Smærri fyrirtæki eiga oft erfitt með að keppa við fyrirtæki í eigu banka þar sem þau keppa ekki á jafnréttisgrundvelli.
- Áhrif þessi er að smærri fyrirtæki fara halloka, samkeppni skerðist og samfélagið verður af þeim kröftum og mannauð sem í þessum fyrirtækjum býr.
- Síðasta birta tölfræði FME um eignarhalda banka á fyrirtækjum er síðan í október 2012. Þar kemur fram að í 83 tilvikum af 95 (87%) hefur eftirlitið samþykkt að eignarhald banka á fyrirtækjum fari umfram 12 mánuði.
- Þann 12. september 2013 óskaði FA eftir upplýsingum frá FME í tengslum við eignarhald banka á fyrirtækjum í óskyldum rekstri og þá sérstaklega hvaða sjónarmið liggja því til grundvallar að FME veiti framangreinda fresti.
|
Lausnin:
- Setja þarf reglu sem tryggir að fjármálafyrirtæki hafi ekki nokkur þau afskipti af fyrirtækjum í óskyldum rekstri sem jafna mætti til skuggastjórnunar.
- FME þarf að birta betri og tíðari tölfræði um fjölda fyrirtækja sem eru í eigu banka
- Taka þarf sérstaklega á stöðunni varðandi fyrirtæki í eigu slitastjórna
- Tryggja þarf að samkeppnissjónarmið hafi meiri áhrif á ákvarðanir FME um umrædd tilvik – jafnvel þannig að Samkeppniseftirlitið hafi skilgreint hlutverk
- Slíkt mun stuðla að eðlilegri hreinsun á markaði, aukinni hagkvæmni og eðlilegri samkeppni.
- Veitt þjónusta (eftirlit) verður markvissara, hagkvæmara og vandaðra.
|