Einföldun álagningar virðisaukaskatts

Headerfa_adgerd11

Einföldun álagningar virðisaukaskatts

 

Tillaga: Virðisaukaskattur verði lagður á í einu þrepi og almenna þrepið lækkað verulega. Undanþágum verði fækkað og skattstofninn breikkaður. 

  • Hátt hlutfall almenns þreps virðisaukaskatts skekkir samkeppnisstöðu íslenskrar verslunar í sífellt meira krefjandi alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Þrátt fyrir lækkun almenna þrepsins er virðisaukaskattur á Íslandi einhver sá hæsti í heimi.
  • Tvö skattþrep og margar undanþágur frá virðisaukaskatti bjaga verðmyndun, hafa í för með sér neyslustýringu og draga þannig úr hagkvæmni hagkerfisins.
  • Mismunandi þrep skattsins, jafnvel innan sömu atvinnugreinarinnar, auka líkur á undanskotum og svartri atvinnustarfsemi, hækka kostnað fyrirtækja við utanumhald og gera opinbert eftirlit og skattheimtu flóknari og dýrari.

 

  • Jafnt út frá tekjuöflunar- og hagkvæmnissjónarmiðum er æskilegt að virðisaukaskattur sé lagður á í einu þrepi, undanþágum sé fækkað þannig að skattstofninn breikki og skattheimtan sé einföld og skilvirk.

 

  • Virðisaukaskattur verði lagður á í einu þrepi og almenna skattþrepið lækkað verulega.
  • Undanþágum frá virðisaukaskatti verði fækkað og skattstofninn þannig breikkaður.

 

 

12 tillögur Félags atvinnurekenda eru eftirfarandi:

Eignarhald bankaSlide1

Fjármögnunarleiðir fyrirtækjaSlide2

Leiðir gegn kennitöluflakkiSlide3

Lækkun tryggingagjaldsSlide4

Afnám verndartolla í landbúnaðicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 1

Opinber innkaupSlide6

SamkeppnismálSlide7

Eðileg verðmyndun í sjávarútvegicw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 2

Endurskoðun ársreikningaSlide9

Eftirlitsgjöld stofnanaSlide10

Einföldun álagningar virðisaukaskattscw150238_FA_Falda_aflið_960x720_skilti_vefur_client 1 3

Birting ársreikningaSlide12