Endurskoðun ársreikninga

Header

fa_adgerd9

Sanngjarnari kröfur til endurskoðunar ársreikninga minni aðila

Tillaga: Hækka stærðarmörk í 98. grein laga nr. 3/2006 um ársreikninga til samræmis við danskan og evrópskan rétt. Bæta inn nýju ákvæði sem kveður á um ítarlega könnun.

  • Á Íslandi eru þau fyrirtæki sem upp-fylla skilyrði laga um ársreikninga og ná tilteknum stærðarmörkum endur­skoðunarskyld. Fyrirtæki þurfa að láta endurskoða ársreikninga sína ef þau hafa náð ákveðnum stærðarmörkum sl. 2 reikningsár.
  • Íslensk stærðarmörk:

–          200 milljón kr. í eignir

–          400 milljón kr. í rekstrartekjur

–          50 ársverk

  • Þau fyrirtæki sem eru undir stærðarmörkunum þurfa ekki að fá endurskoðun.
  • Í Evrópu eru mun hærri stærðarmörk fyrir skilyrði á fullri endurskoðun

–          720 milljón kr. úr niðurstöðutölum efnahagsreiknings

–          1.4 milljarðar kr. í hreinni veltu

–          50 ársverk

  •  Full endurskoðun er mjög dýr og um­fangsmikil.
  • Full endurskoðun á nokkuð oft ekki við þegar um minni fyrirtæki er að ræða.
  • Laga þarf reglur um endurskoðun að danskri fyrirmynd sem gerir ráð fyrir millistigi sem hentar betur minni fyrirtækjum.
  • Þótt stærðarmörk hækki hafa fyrirtæki eftir sem áður val um að gera sér strangari kröfur, t.d. vegna kröfu fjármálafyrirtækja eða birgja.