Erfiðir kjarasamningar

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Árið 2015 var ár vinnudeilna og erfiðra kjarasamninga. Kjaradeilu FA annars vegar og VR og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hins vegar var vísað til sáttasemjara í lok apríl. Í framhaldinu boðaði VR verkfall og hélt FA félagsfund til að svara spurningum aðildarfyrirtækja um boðað verkfall og fara yfir réttarstöðu vinnuveitenda og launþega.

Samningar náðust áður en til verkfalls kom og samdi FA við VR/LÍV á svipuðum nótum og Samtök atvinnulífsins höfðu gert. Kjarasamningurinn var samþykktur í atkvæðagreiðslu VR og af stjórn FA og síðan kynntur á félagsfundi.

Um sumarið og haustið var gengið frá sambærilegum samningum við Rafiðnaðarsamband Íslands og Grafíu – stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kjaradeilu við VR og LÍV vísað til sáttasemjara

Kjaraviðræður-logo-1Félag atvinnurekenda hefur vísað kjaradeilu sinni við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) til ríkissáttasemjara. Að loknum fundi aðila í dag var niðurstaðan sú að báðir myndu vísa deilunni til sáttasemjara.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

VR boðar verkfall – félagsfundur FA um verkföll og áhrif þeirra

Inga Skarphéðinsdóttir
Inga Skarphéðinsdóttir

Stéttarfélagið VR, sem er stærsti viðsemjandi Félags atvinnurekenda á vinnumarkaði, hefur samþykkt vinnustöðvun hjá aðildarfyrirtækjum FA samkvæmt tilkynningu frá stéttarfélaginu. FA hefur vegna fjölda fyrirspurna um áhrif verkfalla á fyrirtæki og réttarstöðu félagsmanna boðað til félagsfundar næstkomandi föstudag til að veita upplýsingar og ræða málin.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Farið yfir stöðuna vegna boðaðra verkfalla

Inga Skarphéðinsdóttir fór yfir réttarstöðuna í verkfalli.

Félag atvinnurekenda efndi í morgun til félagsfundar vegna boðaðra verkfalla á vinnumarkaði. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA ræddi stuttlega um stöðuna í kjaraviðræðum. Inga Skarphéðinsdóttir lögfræðingur félagsins fór síðan yfir réttarstöðu vinnuveitenda og launþega í verkfalli og ýmis þau álitamál sem upp geta komið.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Verkföllum frestað

Verkföllum frestaEftir samningaviðræður við Samtök atvinnulífsins um hvítasunnuhelgina ákváðu VR, LÍV, Flóabandalagið og StéttVest að fresta um fimm sólarhringa áður boðuðum verkfallsaðgerðum, sem áttu að hefjast 28. maí. Frestunin gildir einnig gagnvart félagsmönnum í Félagi atvinnurekenda.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA semur við VR og LÍV

Undirritun samningsins. Frá vinstri: Guðmundur S. Maríusson, formaður kjararáðs FA, Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri, Magnús Pétursson ríkissáttasemjari, Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR og Guðbrandur Einarsson formaður LÍV.
Undirritun samningsins. Frá vinstri: Guðmundur S. Maríusson, formaður kjararáðs FA, Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri, Magnús Pétursson ríkissáttasemjari, Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR og Guðbrandur Einarsson formaður LÍV.

Félag atvinnurekenda undirritaði í dag nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna.

Samningurinn er að miklu leyti sambærilegur þeim sem sömu stéttarfélög hafa gert við Samtök atvinnulífsins, með sömu launahækkunum. Lágmarkslaun samkvæmt samningi FA og VR/LÍV verða í lok samningstímabilsins rétt um 300 þúsund krónur á mánuði.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Nýr kjarasamningur kynntur

FANýgerður kjarasamningur Félags atvinnurekenda við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna var kynntur á almennum félagsfundi í dag.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA fór yfir helstu atriði samningsins og svaraði spurningum fundarmanna. Meðal annars kom fram í máli Ólafs að ákvæði samningsins um launaþróunartryggingu, þar sem hækkanir undanfarna fjórtán mánuði dragast frá grunnhækkun, myndi þýða mikla vinnu í launadeildum fyrirtækjanna.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kjarasamningur Félags atvinnurekenda og VR/LÍV samþykktur

VöfflurNiðurstaða í kosningu meðal félagsmanna VR um kjarasamning félagsins við Félag atvinnurekenda liggur nú fyrir en samningurinn var samþykktur með 72,4% atkvæða samkvæmt tilkynningu frá VR. Á kjörskrá voru 188 manns og var kosningaþátttaka 26,6%. Þá var samningurinn jafnframt samþykktur í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri (FVSA) með 90% atkvæða. Á kjörskrá voru 28 og var kosningaþátttaka 35,71%.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kjarasamningur SÍA/FA og Grafíu samþykktur

Grafia2Kjarasamningur milli Grafíu, stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum, og Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA)/Félags atvinnurekenda (FA) var undirritaður þann 8. júlí 2015. Í kjölfarið var hann borinn undir atkvæði félagsmanna Grafíu og lauk kosningu fimmtudaginn 30. júlí. Var samningurinn samþykktur með 85% atkvæða. Á kjörskrá voru 71 og var kosningaþátttaka 28,2%.

Kjarasamningur Grafíu og SÍA.FA
FA ítrekar áskorun um flýtimeðferð í MS-málinu
ÍKV tekur á móti viðskiptasendinefnd frá Dalian[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kjarasamningur við RSÍ undirritaður

Björn Ágúst Sigurjónsson frá RSÍ og Ólafur Stephensen frá FA takast í hendur eftir undirritun kjarasamnings.
Björn Ágúst Sigurjónsson frá RSÍ og Ólafur Stephensen frá FA takast í hendur eftir undirritun kjarasamnings.

Félag atvinnurekenda og Rafiðnaðarsamband Íslands undirrituðu í dag nýjan kjarasamning. Taxta- og prósentuhækkanir launa eru þær sömu og í öðrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði undanfarna mánuði.

Samningurinn er þannig að verulegu leyti samhljóða samningi þeim sem RSÍ gerði við Samtök atvinnulífsins fyrr í sumar en auk þess var þar samið um nokkur sérmál á milli FA og rafiðnaðarmanna.

Félagar í RSÍ sem eru í starfi hjá félagsmönnum FA munu greiða atkvæði um samninginn á næstu vikum. Þá verður hann borinn undir stjórn FA til samþykktar eins og lög félagsins kveða á um og kynntur þeim félagsmönnum sem við á.

Kjarasamningur FA og RSÍ[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samningur FA og RSÍ samþykktur

 

Björn Ágúst Sigurjónsson frá RSÍ og Ólafur Stephensen frá FA takast í hendur eftir undirritun kjarasamnings.
Björn Ágúst Sigurjónsson frá RSÍ og Ólafur Stephensen frá FA takast í hendur eftir undirritun kjarasamnings.

Félagar í Rafiðnaðarsambandi Íslands, sem starfa hjá félagsmönnum FA, hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning FA og RSÍ í atkvæðagreiðslu. Stjórn FA hefur jafnframt samþykkt samninginn fyrir sitt leyti, en hann var kynntur félagsmönnum á fundi í síðustu viku.

Aðildarfyrirtæki FA eru því skuldbundin að greiða laun samkvæmt samningnum um næstu mánaðamót og gera um leið upp hækkanir frá 1. maí síðastliðnum.

Á kjörskrá hjá RSÍ voru 157 manns en þátt í atkvæðagreiðslunni tóku 54 eða 34,4%. Atkvæði féllu þannig:

Já sögðu 30 eða 55,56%

Nei sögðu 23 eða 42,59%

Einn tók ekki afstöðu eða 1,85%

Kjarasamningur FA og RSÍ

[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar“ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]